15 apríl 2008

Hvað er gjörningur?

Í Kastljósi í gær var sýnt frá gjörningum í Kling og bang við Hverfisgötu.
Ég get svo svarið það! Hvað er gjörningur? Að kalla sig listamenn og stunda eitthvað svona rugl þykir mér alveg ótrúlegt.
Þarna var fremstur í flokki Snorri Ásmundsson fyrrverandi forsetaframbjóðandi sem dró framboð sitt til baka á síðustu stundu. Hugsanlega væri hann forseti í dag en ekki Ólafur Ragnar!

Allavega þá var sýndur gjörningur eftir hann í Kastljósinu. Eftir því sem ég sá best var Snorri þar að atast í dvergvaxinni konu. Þar var hann að ýta við og blóta konunni. Fyrir mitt leyti hefði ég viljað fá smá útskýringu á hvað gjörningurinn fæli í sér. Ég hreinlega skildi þetta ekki.

Svo var þarna kona sem öskraði eins og hún væri þroskaheft. Skildi það ekki heldur. Ekki frekar en manninn sem var að klæða sig úr fötunum. Kannski er það bara ég...

Endum þetta á tilvitnun í Snorra sjálfan úr viðtalinu í gær.
Maður selur ekki gjörning

5 ummæli:

 1. HAHA....já, þetta var rosalegt!! en þvílík fífl.

  SvaraEyða
 2. Bendi þér á að lesa færslu sem ég skrifaði í gær á bloggið mitt um þetta mál.

  SvaraEyða
 3. Það er gjörningur ef þú td. býður fólki heim að horfa á þig skíta.
  Verður bara að hafa fríkeypis inn. Gangi þér vel.

  SvaraEyða
 4. Sammála. Sá einmitt gjörning núna um daginn hjá konu sem hengdi einhverja kaðla upp í rjáfur (þetta var í flugvélaskýli einhverju) og lék sér svo í kringum kaðlana og þegar hún var spurð hvað þetta þýddi þá stóð ekki á svarinu. Jú, lífið væri svo fjölbreytt !

  SvaraEyða
 5. Ég vill meina að það sé gjörsamlega ógjörningur að skilja hvað þetta fólk, gerir, eða segir.

  SvaraEyða