30 apríl 2008

Hver drekkur pilsner?

Við Himmalingur fórum í Hámu í hádeginu að borða. Ég var eitthvað að hneykslast á einhverjum manni sem fékk sér roastbeef langloku og skolaði henni niður með pilsner.
"Ég skil ekki menn sem drekka pilsner" sagði ég og átti bara ekki orð yfir þessu háttarlagi mannsins. Himmi skildi hann sko vel eins og sést á myndinni.


Himmi! Maður drekkur ekki pilsner. Hvað þá að fá sér Snickers og skola því niður með pilsner. Glórulaust...

5 ummæli:

 1. Hjartanlega sammála, glórulaust að drekka pilsner á íslandi. Hins vegar hafa danirnir fundið upp ágæta lausn á þessu, í danmörku hafa þeir pilsnerinn bara alveg jafn áfengan og bjórinn og selja allt draslið í kjörbúðum... allir glaðir!

  SvaraEyða
 2. Lommi drekkur kassa á dag,pilsner með öllu hjá honum....annars er ég farinn að efast um að tilgangur ykkar sé að læra undir próf þarna...aðallega að skoða stelpur,drekka pilsner og éta....
  Snæden

  SvaraEyða
 3. Hvusslags eiginlega
  Það er ekkert að því að fá sér einn pilla með hverju sem er
  Hann mætti að vísu vera aðeins sterkari
  3,5% væri td alveg passlegt

  SvaraEyða
 4. Mér sýnist allir vera sammála. Þetta væri s.s. í lagi ef pilsnerinn væri sterkari eða með öðrum orðum það væri í lagi að fá sér bjór en ekki pilla...:)

  SvaraEyða
 5. Ættum nú að prísa okkur sæla á meðan Himmi vinur okkar er nú bara í pilsnernum.

  SvaraEyða