23 apríl 2008

Mótmælin í dag - slagmálavideo

Eins og sönnum fréttahauk sæmir þá kíkti ég á mótmælin í dag. Ég hefði sennilega ekki gert mér ferð þangað úr 101 Reykjavík en þar sem ég var þarna í nágrenninu ákvað ég að renna við og taka stöðuna.
Ég nenni ekki að ræða mótmælin sem slík, enda búið að gera það á öllum miðlunum. Hins vegar vað ég vitni að glæsilegu atviki sem ég myndaði á símann minn.

Þetta atvik átti sér stað í götunni bakvið Olíssjoppuna. Ég dróg mig frá hópnum og var að tala í símann. Þegar símtalinu lauk sá ég að þarna var allt á suðupunkti. Það voru einungis örfáir að horfa á þetta á meðan mesta "actionið" var. Einn af þeim var fréttamaður frá Rúv sem tók upp hljóðin! (gaman að geta hlustað á slagsmál!!!). Hann ræddi um þetta atvik í fréttunum kl. 15 .

Þannig var mál með vexti að ökumaður fólksbíls (dökk klæddur í myndbandinu) tók upp á því að stöðva umferð um Norðlingabrautina sem liggur bakvið Olísstöðina þar sem lætin voru sem mest. Þetta gerði hann að mér skilst til að sýna vörubílstjórum samhug.
Fremsta ökutækið sem hann stöðvaði var einmitt vörubíll og var sá bílstjóri (gráklæddur með derhúfu í myndbandinu) einmitt ekki þátttakandi í mótmælum, heldur sagðist vera að vinna og hefði ekki tíma fyrir svona vitleysu.

Þeir stigu síðan fallega glímu eftir að vörubílstjórinn ætlaði að færa fólksbílinn og hreyttu í hvorn annan einhverjum vel völdum orðum. Eitthvað á þessa leið:

Mótmælandinn: "Hey! strákar náið í lið" Ég geri mér ekki grein fyrir því hvaða stráka hann var að tala við.
Vörubílstjóri: "Ná í lið! Til hvers?"
Mótmælandinn: "Til að berja þig..."

Að þessu loknu flúði mótmælandinn skíthræddur inn í bíl og læsti að sér. Þá tók vörubílstjórinn upp fjarstýringu að krananum og var kominn fram með stroffur og allan pakkann og ætlaði hreinlega að færa bílinn sjálfur. Áður en að því kom flúði mótmælandinn með skottið á milli lappanna.
Þetta var stórbrotin skemmtun að horfa á. Myndbandið er 2:19 min. Ég nennti ekki að klippa það niður en það gerist voða lítið eftir 1:30 c.a. nema að vörubílstjórinn er að undirbúa kranann.

24 ummæli:

 1. Safna liði hvað, gæinn hefur ekkert í trukkerinn!!
  Er sjálf bílstjóri þannig að ég þekki báðar hliðar;)

  En þeir hefðu kannski mátt reyna að settla þetta á góða veginn en svona er þetta bara.....

  SvaraEyða
 2. Eru Íslendingar orðnir snar klikkaðir!
  Mér finnst þessi mótmæli vera lítið skárri en þau sem Saveing Iceland voru með.
  En ekki við öðru að búast, frá ómenntuðu uppgjafar-fólki

  SvaraEyða
 3. Þetta komment skil ég ekki.


  Hringbrautarkomminn

  SvaraEyða
 4. Maðurinn á fólksbílnum er vesalingur.

  SvaraEyða
 5. Ég get reyndar ekki séð hvernig menntun kemur þarna inn í!

  En þessi gaur á fólksbílnum var í ruglinu. Var búinn að sjá hann stuttu áður þegar hann var öskrandi á lögreglumann á mótorhjóli sem keyrði í gegnum bílastæðið. Öskraði alveg eins og fífl.

  SvaraEyða
 6. hvernig í ands er hægt að koma menntun inní þetta?

  Sneiðin

  SvaraEyða
 7. Þetta er náttúrulega meistaraverk hjá þér að ná þessu á vídjó:)
  Er þetta samt ekki að verða komið gott hjá þessu bílstjórum, finnst pointið alveg vera farið úr þessu og þetta er farið að snúast um eitthvað allt annað en þetta átti að gera upphaflega.


  djöfull er samt gaman að svona "aksjóni" ....

  SvaraEyða
 8. haha.. skrifaðu saving í það minnsta kosti rétt ef þú ert svona menntaður/menntuð ;)
  Auk þess eru mótmælin hjá saving Iceland voðalega lítil og sæt alltaf ... ekkert klikkað við þau.

  Snilldar video. Gaurinn á fólksbílnum er alveg snar!

  Solla

  SvaraEyða
 9. Haha flott að ná þessu á video!

  En þessi mótmæli eru náttúrulega algjörlega búinn að snúast upp í kjaftæði. Málsstaðurinn farinn fyrir lítið því auðvitað fær enginn sínu fram með þessu og það er eins og þeir séu að mótmæla bara til að sýna að þeir geti það og ætli ekkert að hætta.

  SvaraEyða
 10. Haha þessi flutningabílstjóri fær feitan plús í kladdann maður!

  SvaraEyða
 11. Glæsilegur trukker. Heldur bara áfram að vinna vinnuna sína í stað þess að taka þátt í þessu helvítis rugli og aumingjaskap.

  SvaraEyða
 12. Setti hjá mér myndir og myndband af slagsmálum í gær

  SvaraEyða
 13. Eru þessir vörubílstjórar alveg gengnir af göflunum! Samúðin með mótmælunum er engin hjá almenningi lengur. Í upphafi hélt maður að þeir væru að mótmæla bensínverði, en síðan kom á daginn að þeir eru fyrst og fremst að mælast til þess að fá leyfi til að trukkast allan sólarhringinn (hið fyrra er náttúrulega tylliástæða, þar sem þeir geta velt olíuverðinu yfir á sína viðsemjendur, nema bílstjórarnir sjálfir hafi samið mjög heimskulega). Rökþrotin varðandi þetta voru áberandi í viðtali við þennan talsmann vörubílstjóra í Kastljósinu í gær þar sem hann gat ekki réttlætt sig með nokkru móti frekar en hver annar götuhrotti. Hegðun mannsins þar var slík að maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort vörubílstjórar þurfi ekki að fá sér nýjan talsmann til þess að reyna að skafa saman snefil af trúverðugleika.
  Eftir stendur að þessir menn hafa lagt líf meðborgara sinna í hættu og valdið ómældum fjölda manna miklum ama undanfarnar vikur til þess að ná fram markmiði sem þjónar bara þeirra eigin hagsmunum, en ekki hagsmunum fjöldans og með því framið afbrot sem varðar allt að 6 ára fangelsi. Auðvitað á lögreglan ekki að taka öðruvísi á þessum afbrotamönnum en öðrum; allra síst þeim sem ráðast að lögmætum stjórnvöldum. Ég sé ekki hvernig stjórnvöld eiga að geta rætt við þessa menn framar, enda ekki við það eigandi að semja við hryðjuverkamenn.

  SvaraEyða
 14. Merkilegt hvað vörubílstjórar eru tilbuinir að mótmæla og stoppa umferð en um leið og þegar þetta snýr að þeim og tefja þeirra vinnu þá verða þeir brjálaðir...

  SvaraEyða
 15. Merkilegt hvað þú heldur að allir vörubílstjórar séu að mótmæla...

  SvaraEyða
 16. Gæinn á fólksbílnum er í peysu frá Rizzo pizzeria. gæti verið einn af eigundunum þar

  SvaraEyða
 17. bwahahahahahahah..eg er feginn að vera ekki fullorðin(y)

  SvaraEyða
 18. Þetta er sama fíflið og átti porche leigubílinn... Hann er pottþétt bara að vinna hjá rizzo, varla grætt það mikið á þessum porche...

  SvaraEyða
 19. Tær snilld, hefði viljað sjá bílinn hífðan í 10 metra hæð og láta hann dingla þar og sjá manninn væla í bílnum...

  SvaraEyða
 20. Góður pistill kæri frændi og góða helgi.

  SvaraEyða
 21. hehehe....

  þetta er flott

  doldið sorglegt

  en fyndið samt

  frábær færsla

  hehehehehe...

  SvaraEyða
 22. Sæll Andri. Hljóðupptakan af slágsmálunum var spiluð í Síðdegisútvarpi Rásar 2 á miðvikudaginn. Hún er hérna:
  http://dagskra.ruv.is/streaming/ras2/?file=4372659/2
  Passar vel að horfa á myndbandið og hlutsta svo á upptökuna.

  SvaraEyða
 23. hahaha, þessir flutningabílstjórar hafa náttúrulega bara graut í stað heila, en þetta er bara fyndið :)

  Alltaf þegar ég sé myndskeið af mótmælunum að þá get ég ekki annað en séð bavíana fyrir mér skrækjandi út um alla götu XD hahaha...

  SvaraEyða
 24. þetta er náttúrulega það fyndnasta sem ég hef séð lengi.....þetta heitir að taka málin í sínar hendur......ég hefði viljað sjá hann færa bílinn með krananum bwahahahahahahahahaha GO TRUCKERS!!!!!!!!!!!!!

  SvaraEyða