29 apríl 2008

Mig langar svo í flugvél

Var að skoða vespur á Ebay áðan. Einhverra hluta vegna var ég allt í einu farinn að skoða flugvél. Það sem meira er að mig langar gríðarlega að kaupa hana!
Þetta ku vera '76 árgerðin af Cessnu 150 M. Ég giska á að Cessna í flugvélum sé svona eins og Toyota í bílum. Áreiðanleg tæki sem er hægt að treysta.

Hérna er græjan. Ekki slæmt að geta sagst eiga einkaflugvél.

Annars kostar vélin bara $26.000 sem er náttúrlega ekki neitt fyrir flugvél. Innan við tvær milljónir. Það er ekkert mikið meira en það að kostar að fljúga til Egilsstaða og til baka.... nokkrar ferðir. Uppboðið klárast 5.maí. Nánari upplýsingar hér.

Nú þarf bara að hóa saman hóp góðra manna, stofna hlutafélag og kaupa helvítis flugvél. Tvær ef þetta verður stór hópur. Fljúga síðan bara á fullu.
Hver er geim?

3 ummæli:

 1. Ég fer alls ekki uppí fiat með vængi,ég er ekki með :)

  Sneiðin

  SvaraEyða
 2. Þetta er svo klárlega ekki Fíat. Þetta er Toyota eins og ég sagði. Svo vantar mig líka einhvern ef mér dytti í hug að stökkva út áður en vélin lendir... Þá þarf einhver að stýra!

  SvaraEyða
 3. Ég verð með ef við kaupum kanónur á græjuna líka1 ..Svona til að verða tilbúnir þegar helvítis Færeyingarnir gera innrás.. Já eða bara til að bomba Vestmannaeyjar aftur í steinöld :)

  SvaraEyða