28 apríl 2008

Neyðartilvik?

Nú fer stór hluti af lífi mínu fram í Gimli, annarri nýbyggingu Háskólans. Megnið af degi hverjum fer fram í annarri af lesstofum Gimli með hópi af góðu fólki. Eitt pirrar mig þó.


Það eru þessir hnappar sem eru við sitthvora hurðina í lesstofunni.
Ok við vitum öll að þetta rauða er fyrir eld. Maður ýtir þarna á milli örvanna ef það kviknar í.
En hvað í ósköpunum er þetta græna?

7 ummæli:

 1. Þetta er svo augljóst Andri! Ef einhver hleypur á vegg, þá ýtirðu á græna takkann!

  SvaraEyða
 2. Nei Huld það er ekki rétt. Það á að ýta á græna hnappinn ef maður er búinn að missa það og hefur tekið meðvitaða ákvörðun um að skalla vegg.

  SvaraEyða
 3. prófaðu bara að ýta

  SvaraEyða
 4. Ef maður þarf nauðsynlega að skíta, þá ýtir maður á græna. Þetta átti að vera brúnt en hönnuðurinn er litblindur.

  SvaraEyða
 5. Góðar hugmyndir! Spurning hvort maður fórni sér ekki og ýti bara á helvítis takkann? Bara síðasta skóladaginn...

  SvaraEyða
 6. datt eitt í hug,er þetta til að kveikja á lýsingu á neyðarútgönguleiðum,hef annars ekki grænan.
  Sneiðin

  SvaraEyða
 7. Dagur er heitur - hins vegar var þetta sett upp eftir að Himmi var kominn með 9 í útvíkkun um daginn eins og hann orðaði svo skemmtilega. Ef eitthvað líkt því skildi gerast aftur þá er Háskólinn með rýmingarplan.

  SvaraEyða