27 apríl 2008

Ofbeldi í 10/11 - málið leyst

Enn og aftur berast fréttir af árásum sem öryggisverðir í 10/11 við Austurstræti verða fyrir. Sú þriðja á skömmum tíma segir í fréttinni. Sá einmitt grein í DV í vikunni sem leið. Þeir sýndu mynd af höfði eins varðarins sem lenti í alvarlegri árás. Eitthvað flón braut flösku á höfðinu og var maðurinn í lífshættu um tíma. Ef ég man rétt blæddu 700 ml af blóði inn á heilann.

Nú ætla ég að varpa fram mjög einfaldri lausn á þessu vandamáli.
Væri ég verslunarstjóri þarna myndi ég semja við mótorhjólaklúbbinn MC Fáfni um að sinna gæslu um helgar. Það væri fín fjáröflun fyrir klúbbinn og ég leyfi mér að fullyrða að menn myndu haga sér vel í versluninni með öryggisverði klædda leðurgöllum með hauskúpu-bætur saumaðar í dressið.

Ég myndi til dæmis ekki dissa Jón Trausta ef hann væri í dyrunum í 10/11. Mynd Vísir.is

Fólk sýnir ekki lögreglunni virðingu í dag, hvað þá einhverjum "wannabe" löggum frá Securitas!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli