09 apríl 2008

Perri hrellir stúdínur

Í DV í dag er fjallað um perra sem hefur látið á sér kræla á Stúdentagörðunum; þar sem ég bý. Úrdrátt úr greininni má lesa hérna á DV.is.
Áður en lengra er haldið ætla að ég að lýsa yfir sakleysi mínu...

Í stuttu máli hefur pervertinn lagst á baðherbergisglugga ungra stúlkna sem búa á Görðunum. Ein stúlkan var að klára að sturta sig þegar hún varð vör við hendi sem teygði sig inn um gluggann og hélt á síma sem hefur væntanlega verið notaður til að taka myndir eða kvikmynd.

Hönnunin á Stúdentagörðunum við Eggertsgötu er þannig að allir baðherbergisgluggarnir á öllum hæðum í flestum ef ekki öllum húsunum eru u.þ.b. í höfuðhæð við aðal gangveginn. Það kemur fram í blaðinu að íbúð annarrar stúlkunnar hafi verið á jarðhæð og að henni hafi verið boðin íbúð í sama húsi sem væri ekki á jarðhæð.
Ég get ekki séð hvernig það ætti að breyta einhverju fyrst gluggarnir þar eru í sömu hæð við gangveginn! Eina lausnin sem ég sé er að stelpurnar hafi gluggann ekki opinn upp á gátt þannig að það sé hreinlega ekki hægt að troða hendinni inn um hann.

Svo má ekki útiloka kvenfólk í þessu glæpamáli. Hver segir að það hafi endilega verið karlmaður sem var þarna með símann að perrast? Er þetta ekki dæmigert fyrir staðalímyndir kynjanna?

Það má líka geta þess að ég stóð eitt sinn í sturtunni og var að bleyta mig þegar mér varð litið út um gluggann. Þar fyrir utan stóð fullvaxta karlmaður og náðum við góðu augnsambandi. Þetta var enginn annar en Hermann "sæti" Aðalgeirsson sem stóð þarna og fylgdist með mér. Hann hafði einmitt á orði að það sæist ekkert inn um gluggann nema höfuðið á mér.

1 ummæli:

  1. Furðulegt að ég hef einu sinni lent í því að ná augnsambandi við einhvern þegar ég var í sturtu og það var einmitt líka Hemmi!

    Held við séum búnir að leysa þetta mál.

    SvaraEyða