20 apríl 2008

PHILIPS ljósaperur - rusl

Ég veit að titillinn hljómar eins og eitthvað nöldur. Enda er þessi færsla ekkert nema nöldur.
Þannig er mál með vexti að ég keypti ljósaperur um daginn, nánar tiltekið þann 7. apríl. Þær eru frá fyrirtækinu PHILIPS og sérmerktar með árs endingartíma. Þar fyrir aftan er að sjálfsögðu stjarna (*) sem þýðir að það er smátt letur. Smá letrið segir "miðað við þriggja klukkustunda notkun á dag".
Það gefur okkur að perurnar endist í 1.095 klukkustundir nema á hlaupaári þá endast þær í 1.098 klukkustundir.
Fyrsta peran sem ég notaði skemmdist í dag, nánar tiltekið um kl. 17. Á einni myndinni má sjá kvittun úr Krónunni frá því 7.apríl kl. 11.17. Ég setti peruna í þegar ég kom heim úr búðinni. Ef við gefum okkur að ég hafi aldrei slökkt ljósið þá entist peran í u.þ.b. 317 klukkustundir eða innan við 30% af uppgefnum endingartíma. Sem er óþolandi, sérstaklega í ljósi þess að hún var alls ekki notuð svo mikið. Ég myndi giska á að hún hafi verið notuð í svona 100 klukkustundir max þar sem ég hef nánast ekkert verið heima síðustu vikur. Var m.a. í viku í Portúgal á þessu tímabili.

Aðal ástæðan fyrir því að ég nenni að tuða yfir þessu er ekki sú að 79 krónurnar sem peran kostaði skipti mig svo miklu máli. Heldur sú að það er fátt leiðinlegra en að skipta um ljósaperu í loftinu, þegar maður þarf að standa upp á stól og skrúfa einhvern kúpul af og ég veit ekki hvað og hvað. Ofan á það bætist þegar einhverjir drulluhalar merkja perurnar sérstaklega að þær endist í ár og þær gera það ekki. Ekki einu sinni mánuð heldur ekki tvær vikur. Tæplega tvær vikur...

Held að þetta sé enn eitt dæmið um það hvernig hlutir í dag eru ekki framleiddir til að endast. Hver kannast ekki við brauðristina, örbylgjuofninn og þvottavélina sem mamma og pabbi eiga eða amma og afi? Eitthvað dót sem þau keyptu fyrir "hundrað" árum og virkar enn eins og nýtt. Ég á tiltölulega nýja brauðrist hún hefur aldrei ristað báðar hliðarnar á brauðinu!!! Hvernig ætli sjónvörpin frá PHILIPS endist?

10 ummæli:

 1. Það sem stingur mig í augað (sé bara með öðru) er annað en ljósaperan á innkaupalistanum,þetta er bara eins og hjá sollu grænu...
  Kv sneiðin
  Sendir mér um leið og þú færð númer á treyjuna..

  SvaraEyða
 2. Besta blog færsla à netinu ì dag. :-)

  SvaraEyða
 3. Ég ætlaði einmitt að hafa smá útskýringu á þessu en bara gleymdi því. Eins og sést bersýnilega þá er miðinn brotinn saman, til að ná þessu á eina almennilega mynd.
  Ástæðan fyrir því að grasið og það sést bara er einfaldlega sú að ég nota sérstaka aðferð þegar ég týni upp úr kerrunni við búðarkassann. Týni fyrst allar fernur og svona harða hluti og dót sem getur farið í botninn á pokanum. Svo koll af kolli og síðast kemur brauð og ávextir sem raðast efst í pokann. Það þolir minna hnjask.

  Hljómar þetta nokkuð eins og geðveiki?

  SvaraEyða
 4. Eg hló mikið þegar eg las færsluna, en eg hló 100x meira þegar eg las þessa útskyringu á skipulagi í innkaupavagni..
  kv Höddi s.

  SvaraEyða
 5. Hey! Ég geri þetta líka! Fernur og flöskur fyrst og enda svo á brauði, kexi, ávöxtum og alls konar léttu drasli, ljósaperan myndi einmitt koma síðast hjá mér líka. Mér finnst þetta alls engin geðveiki, klárlega normalt :)

  SvaraEyða
 6. Takk fyrir það Huld mín:)

  Annars datt mér í hug að varpa fram getraun. Sá sem getur giskað á hvaða vara er þarna akkúrat í brotinu á miðanum sem kostaði 250 krónur. Sá sem giskar á rétt svar fær pakka af Lu appelsínukexi með mjúka botninum (það er ekki svarið).

  SvaraEyða
 7. Ég giska á salatpoka!
  Hvað má giska oft?

  SvaraEyða
 8. Ekki salatpoki.
  Þú mátt giska eins oft og þú vilt:)

  SvaraEyða
 9. Epli í poka

  Gísli Sig

  SvaraEyða
 10. Ég er ánægður með hvað fólk hefur trú á mér í grænmetinu.
  Nei Gísli því miður þá eru þetta ekki epli í poka.

  Hint: Fólk er heitt í ágiskunum. Þetta kemur í grænmetisdeildinni.

  SvaraEyða