17 apríl 2008

Skortstaða

Samkvæmt Eyjunni hagnaðist John Paulson um 275 milljarða á síðsta ári. Hann er forstjóri svokallaðs vogunarsjóðs og tók skortstöðu gagnvart bandarískum húsnæðislánum. Hvað er þá skortstaða grunar mig að margir spyrji.

Skortstaða er menn veðja á lækkun á einhverju, t.d. hlutabréfum eða gjaldmiðlum, og reyna að hagnast á því.
Dæmi: A lánar B hlutabréf (með vöxtum/álagi að sjálfsögðu) að verðmæti 1 milljón. B selur hlutabréfin á sama verði til C. Skömmu síðar verður 30% lækkun á mörkuðum og C situr uppi með hlutabréfin að andvirði 700 þúsund. B kaupir þau til baka af C og skilar þeim til A og heldur eftir 300 þúsund krónum að frádregnum vöxtum/álagi til A vegna lánsins.

Segið svo að fjármálaheimurinn sé ekki frábær. Það er hægt að búa til alveg fullt af peningum. Hvað er það annað en frábært að geta grætt á því að vita að einhverjir séu að fara að tapa peningum? Eina sem gerist er að fleiri tapa peningum á þessu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli