18 apríl 2008

Talhólf - verkfæri djöfulsins

Getur einhver neitað því hversu óþolandi talhólf eru? Það er svona 1% fólks sem notar talhólf eins og þau eru ætluð. Hinir skella á þegar helvítis röddin svarar. Ekki nóg með að maður skelli á heldur þarf maður að borga fúlgu fjár (mismunandi eftir símafélögum) fyrir það eitt að hafa heyrt í röddinni. Hversu óþolandi er það?
Ég var til dæmis í Portúgal um daginn. Var að skoða yfirlit yfir símareikninginn og ég þarf að borga fleiri hundruð krónur fyrir að hafa reynt að hringja í hina og þessa sem svöruðu ekki, en talhólfið kom inn. Mér sýnist að hvert símtal sé á bilinu 50-100 krónur. Bara fyrir að skella á leiðinlegu röddina!

Ég ætla því að gera samfélagslega greiða og setja inn mjög einfaldar leiðbeiningar hvernig fólk slekkur á þessu verkfæri djöfulsins. Ég æski þess að fólk sem ég hringi jafnan í notfæri sér leiðbeiningarnar. Það gæti orðið neyðarúrræði að eyða þeim út úr símaskránni hjá mér sem hafa talhólf. Kemur í ljós síðar.

Síminn ##21# og hringja.

Vodafone ##21# og hringja. (Valdi&Freyr)

Nova ##002# og hringja.

SKO  TAL ##21# og hringjaÞað er líka pæling af hverju í ósköpunum það er löglegt að rukka fólk fyrir að hringja í einhvern sem svarar ekki í símann. Ef það er þá löglegt? Kannski Neytendasamtökin geti svarað því?

Lykilorð: talhólf, slökkva, afvirkja, taka af, talhólfi,

Uppfært 6.okt. 2010. 

7 ummæli:

 1. Takk fyrir þetta ég var einmitt að leita af þessum upplýsingum á google og fann bloggið þitt :)

  Kv. Karen

  SvaraEyða
 2. Var akkurat að leita að þessum upplýsingum! Alveg sammála þér með þessi *bíb* talhólf... snilldar færsla hjá þér! :D

  SvaraEyða
 3. Aðgerðin til þess að taka talhólfið af hjá símanum er reyndar ##002#...

  SvaraEyða
 4. það er því miður allveg vel löglegt og neytendasmtökin gera ekki athugasemdir við talhólf... þannig er að persónan sem að þú ert að hringja í velur að láta talhólf svara fyrir sig þú sem að hringir svo í talhólfið greiðir auðvitað fyrir þá þjónustu þar sem að símtali þínu er svarað hvort sem að það sé símsvari sem svarar fyrir hann eða einstaklingurinn sjálfur.

  SvaraEyða
 5. Ekki vera að rugla eitthvað. Þetta eru réttar upplýsingar um hvernig maður slekkur á talhólfinu, líka fyrir þá sem eru hjá Símanum.


  Þetta er vissulega eitt sjónarmið Jón G. Það má einnig benda á að hjá sumum (öllum?) símafyrirtækjum í USA þarf maður að borga fyrir það eitt að hringja, burt séð frá því hvort það svari eða ekki. Rökin fyrir því eru að fyrirtækið sé búið að gera sitt, að tengja saman símtalið frá A til B.
  Mér þykir það ekki gott fyrirkomulag. Miðað við rökstuðning þinn þá þykir þér það eiga rétt á sér er það ekki?

  SvaraEyða