17 apríl 2008

Verðmerkingar í hillum verslana

Í nokkur ár hef ég stundað það að leggja saman í huganum vöruverðið þegar ég versla. Því veit ég yfirleitt c.a. hvað ég er að fara að borga þegar að kassanum er komið. Það hefur komið fyrir, þó ekki oft, að gerð sé tilraun til að rukka mig um hærra verð en ég hef í huga. Þá hef ég gert athugasemdir og fengið leiðréttingu.

Hvað varðar verðmerkingu á vörum þá finnst mér fátt jafn óþolandi og þegar varan er ekki verðmerkt. Yfirleitt þá kaupi ég ekki vöruna ef ég veit ekki hvað hún kostar.
Mig hefur lengi langað til að labba um einhverja verslun (Krónuna eða Bónus þar sem ég versla oftast) og týna í körfuna allar ómerktu vörurnar, fara með þær að kassanum og spyrja um verð á hverri einustu vöru. Segja síðan að ég ætli ekki að fá hana.
Það eina sem hefur stöðvað mig er að þetta myndi bitna mest á einhverjum saklausum afgreiðslumanni í stað þess að bitna á þeim sem á að sjá til þess að vörurnar séu verðmerktar.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli