22 maí 2008

Dýr filmuframköllun

Ég á tvær 35mm áteknar filmur sem ég ætla að láta framkalla. Ég er gríðarlega spenntur að sjá hvaða myndir þær hafa að geyma. Hef ekki minnstu hugmynd um það.
Eftirgrennslan á netinu, svokallaður google-verðkönnun, leiðir mig að þeirri niðurstöðu að það er fáránlega dýrt að framkalla filmur á Íslandi. Eftirfarandi er niðurstaða úr þessir óformlegu könnun. Miðað er við ódýrasta verð í boði fyrir 24 mynda filmu og myndirnar á geisladisk sé það í boði. Sumstaðar er geisladiskurinn innifalinn en annarstaðar er greitt sérstaklega fyrir hann. Niðurstaðan er þessi:

Pedromyndir 1.990 kr án geisladisks.
Hans Petersen 1.710 kr með geisladisk.
Netmynd.is 1.599 kr með geisladisk.
Pixlar.is 1.490 kr með geisladisk.
Myndsmiðjan 1.860 kr með geisladisk.
Myndval 1.580 kr án geisladisks.
Framköllun Einars 2.110 kr með geisladisk (ódýrast þegar ekki geisladiskur, 1.220 kr filman)

Sem sagt Pixlar.is bjóða upp á ódýrustu filmuframköllunina m.v. þessa óformlegu könnun. Reyndar finnst mér eitthvað vafasamt með Framköllun Einars. Þar kostar einungis 1.220 krónur að framkalla filmuna en einhverra hluta vegna kostar geisladiskurinn "frá" 890 krónum sem er náttúrlega glæpur. Vona að þetta sé einhver misskilningur.


Til gamans má nefna það að ég hef tvisvar látið "framkalla" eða prenta fyrir mig stafrænu myndirnar hjá Snapfish. Í fyrra skiptið kostuðu 170 myndir $26.25 eða rúmar 1.900 krónur og í síðara skiptið kostuðu 413 myndir um $75 eða tæpar 5.500 krónur. Ofan á þetta lagðist vitanlega tollur og virðisauki en engu að síður var þetta margfalt ódýrara en það sem var og er í boði hérna.
Samkvæmt lauslegri athugun hjá Snapfish (sem býður alla aðra þjónustu en filmuframköllun út fyrir USA) kostar $3 að framkalla filmu númer tvö. Fyrsta er frí. Við það bætast $2 í "shipping and handling" og vitanlega kostnaður við að senda filmurnar til Snapfish. Innifalið er lokað heimasvæði þar sem allar myndirnar eru vistaðar stafrænt. Þangað er því hægt að sækja þær og brenna á geisladisk og/eða vista á harða drifið. Samtals $10-12 fyrir framköllun á tveimur filmum sent heim að dyrum. Á íslensku: langt undir þúsund krónum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli