22 maí 2008

Ekkert eðlilegt við þetta

Er eitthvað eðlilegt við það að safna undirskriftum til að skora á Ríkissaksóknara að lögsækja Magnús Þór Hafsteinsson fyrir rasisma?

Nú er ég síður en svo að halda því fram að maðurinn hafi ekki brotið lög. Það má vel vera að svo sé. Mér þykir bara svo eitthvað rangt við það, og bananalýðveldislegt, að fólk sé að safna undirskriftum til að skora á löggæsluyfirvöld að sækja menn til saka fyrir að brjóta lögin! Er það virkilega nauðsynlegt? Ef já, þá er það sorglegt.

1 ummæli:

  1. Maðurinn þarf klárlega að hafa brotið lög svo það sé hægt að lögsækja hann. Og fyrir hvaða lög vill fólk að hann verði lögsóttur?

    SvaraEyða