07 maí 2008

Erfitt námsmannalíf

Það getur tekið á að læra fyrir próf. Það vita allir góðir menn.
Hemmi átti erfitt í desember eins og ég sagði frá og sýndi á blogginu.

Hilli litli hefur alfarið tekið það hlutverk að sér í þessari próftörn. Einhverra hluta vegna er hann svo þreyttur oft á tíðum.

Um daginn vorum við bara tveir að læra í Gimli. Allt í einu varð ég þess var að Himmi litli var horfinn. Eins og sannur vinur fór ég alls ekki að leita af honum því ég hafði engar áhyggjur.
Svo leið og beið og ekkert bólaði á Himma. Þá fór ég að velta fyrir ef hann væri kannski í sjálfheldu einhverstaðar og gæti ekki kallað á hjálp. Hann er jú slasaður eftir mótorhjólaklunn (varúð brútal myndir - klárlega bannað innan 25 ára).

Ég fór samt ekki og leitaði af Himma. Átti hins vegar erindi yfir í Odda og þegar leið mín lá til baka sá ég eitthvað hrúgald liggja í sófanum á neðstu hæðinni. Mér fannst ég kannast við hrúgaldið og skoðaði nánar. Líkamlega var þetta Himmi. Andlega var þetta enginn.
Eins og sönnum vini sæmir hljóp ég eins og fætur toguðu (sem er slatti) og sótti símann til að mynda. Afraksturinn fylgir hérna.

Þetta er hrúgaldið sem ég sá. Erfitt að greina hvað þetta er.


Svo kíkti ég aðeins betur og þá kannaðist ég við kauða.


Hann var að dreyma svo fallega greyið. Svo sætt.

Þarna rumskaði hann. Ég missti stálpott í gólfið með miklum látum. Þá vaknaði hann og brosti svona fallega.

7 ummæli:

 1. Sælaaaar.

  Það er gott að taka smá kríu annað veifið, annars meikar maður þetta ekki.
  Vil samt benda á að það eru ekki bara ég og Hemmi sem þurfum aðeins að hvíla augun. Staðan í þessum málum á milli okkar er klárlega 1-1. Hér er sönnun fyrir því: http://www.123.is/himmi/blog/record/183304/

  SvaraEyða
 2. Hvað varst þú að gera með stálpott þarna.

  Kv Höddi.

  SvaraEyða
 3. Þetta var nú bara smá grín með pottinn;) Læddist létt á tám en samt vaknaði þess djöfull.

  SvaraEyða
 4. þetta grunaði mig....
  Ef það er ekki pilsnersull og konupælingar í ykkur þá er það lagning og það á háannapróflesturstíma..

  Snæden

  SvaraEyða
 5. Oh, ég sakna námsmannalífsins.. sérstaklega þessa parts :) Hanga í Odda og borða skyndimat og drekka kaffi og metjikk, það var lífið..
  Langar samt að vita hvernig Gimli er! Gangi þér vel að lesa..

  SvaraEyða
 6. Huld. Þetta er miklu skemmtilegra í minningunni. Ömurlegt og dýrt á meðan þessu stendur. Maður er allur í keng með vöðvabólgu og hálsríg. Gaman samt að hugsa til baka þegar þessu er lokið.

  Skal sýna þér myndir af Gimli við tækifæri.

  SvaraEyða
 7. Công ty vận tải hàng hóa chuyên nhận vận chuyển nội địa tốt nhất hiện nay. Hãy đến với chúng tôi sanvanchuyen.vn bạn sẽ được tận hưởng những dịch vụ vận chuyển tốt nhất hiện nay. Có thể kể đến dịch vụ vận chuyển hàng hóa bắc nam giá rẻ, vận chuyển hàng đông lạnh, vận chuyển hàng tươi sống, vận chuyển hàng đi Sài Gòn, vận chuyển hàng hóa đi Hà Nội... Và còn rất nhiều dịch vụ đang chờ đón bạn. Nếu như bạn có thắc mắc hay cần sử dụng hãy liên hệ với chúng tôi nhé.

  SvaraEyða