03 maí 2008

Fari 10-11 fjandans til

10-11 búðirnar heita ekki Tíu ellefu af því þær opna klukkan tíu og loka klukkan ellefu. Einhvern tímann má vera að svo hafi verið en í dag eru þær margar opnar allan sólarhringinn, aðrar frá 8 á morgnanna.
Hverfisbúðin mín við Eggertsgötu opnar klukkan 8 á morgnanna, allavega þegar það hentar. Opnar síðar ef hæstráðendum hentar það betur.

Í morgun fór ég í próf. Ég gerði þá regin skyssu að treysta á að fara í 10-11 á horninu og kaupa mér drykk og eitthvað til að maula í þessu þriggja tíma prófi, því ég vissi að ég yrði svangur þegar liði á prófið. Viti menn í morgun hentaði ekki að opna búðina á auglýstum opnunartíma ég mátti því gjöra svo vel að vera svangur og þyrstur í prófinu. Eingöngu af því einhver dóninn nennti ekki á fætur í morgun! Þetta er gjörsamlega óþolandi og óviðunandi. Mér er skapi næst að reisa níðstöng fyrir framan búðina. Í það minnsta verður hér með dregið eins mikið úr viðskiptum mínum við 10-11 og hugsast getur.

Ef ég væri Doktor Gunni eða Óli Björn Kárason myndi eflaust einhver forsvarsmaður 10-11 senda mér tölvupóst og biðjast afsökunar og bjóða mér frían kleinuhring og kaffi næst þegar ég kæmi í búlluna. Doktorinn keypti sér harðfisk sem hafði líklega eitthvað mistekist í framleiðslu. Kvartaði á blogginu sínu og viti menn hann fékk sent bréf frá einhverjum harðfiskframleiðanda þar hann var beðinn innilegrar afsökunar fyrir hönd iðnaðarins og fylgdu með ein fimmtíu kíló af harðfiski eða því sem næst. Til að toppa þetta sendi fyrirtækið sem átti gölluðu vöruna honum önnur fimmtíu kíló af fiski. Þetta var í febrúar og ég held að Doktorinn sé enn þá að maula harðfisk.
Óli Björn átti bókað flug til útlanda sem seinkaði töluvert án þess að þau hjónin fengju nokkrar upplýsingar. Flugið átti upphaflega að fara klukkan 7:15 en nýjustu tölur voru 16:30 þegar Óli Björn og frú gáfust upp og hættu við að fara. Í hádeginu sama dag og Óli skrifaði bloggfærslu um þetta var Matthias Imsland forstjóri Iceland Express búinn að biðja hann afsökunar og lofa því að málið yrði skoðað og bætt úr þessum vanköntum.

En ég er hvorki Doktor né Óli. Ég get því ekki gert kröfur á svona æðisgengin viðbrögð eins og þeir. Því verð ég bara að mótmæla sjálfur og hætta að versla þarna. Einhver memm?

Prófið gekk annars fínt þrátt fyrir hungur og þorsta...

10 ummæli:

 1. Hér með ætla ég að byrja að sniðganga hverfisbúlluna þína Andri, þér til samlætis. Versla núna einungis úti á landi.
  Reyndar var hún einusinni mín hverfis líka, ófá blogg sem fóru í þetta. Fékk aldrei svo mikið sem frían poka.

  SvaraEyða
 2. Ég fór með safa þarna á Föstudaginn og ég átti ekki orð yfir hverskonar óborganlegir djefils snillingar voru að vinna þarna,það er einn þarna sem heitir Trausti og er einn af okkar betri mönnum....þeir hljóta að hafa verið í fríi í dag.

  Snædsen

  SvaraEyða
 3. Ég er nú ekki sammála þessu! Að tala svona illa um hann Trausta vin minn - toppmaður þar á ferð. Get sagt þér það Huld að hann Trausti hefur nú ekki verið að vinna þegar þú fórst í búðina - Það er eintak.

  Trausti hefur bara verið eitthvað slappur í morgun. Hefðir bara átt að kíkja á hann í gærkvöldi þar sem hann er með opið hjá sér til rúmlega tólf.

  Áfram Trausti!

  SvaraEyða
 4. Ég nenni ekki að standa í þessu með þér, ég nenni aldrei að vakna fyrir 8 á morgnana og nenni aldrei að fara lengra en í næstu verslun til að kaupa eitthvað.

  SvaraEyða
 5. Ég skal vera með þér í þessu, enda er þetta einu mestu okur búllur sem til eru, þ.e.a.s 10-11 og 11-11 t.d kostar svona Mentos tyggjó (í svona litlum plastdalli,30 stk í dallinum) rétt tæpar 700 kr, hvernig í helvítis djöflinum er það réttlætanlegt?

  SvaraEyða
 6. Ég er með þér Andri. Mér dytti ekki til hugar að versla í þessari búð, á þessum stað. Hvorki fyrir né eftir færsluna.

  SvaraEyða
 7. Ég held með Trausta. Að koma heilu andliti fyrir á jafn litlu svæði er kraftaverk!!
  Ég ætla aftur og aftur í 10-11 bara til að hitta Trausta. Topp maður!

  SvaraEyða
 8. Công ty vận chuyển chúng tôi chuyên cung cấp các dịch vụ liên quan đến dịch vụ vận chuyển hàng hóa. Có thể kể đến như giao hàng nhanh toàn quốc, ký gửi hàng hóa, dịch vụ chuyển phát nhanh, ... Những dịch vụ chúng tôi cung cấp đã được sự ủng hộ nhiệt tình của quý khách hàng. Hiện nay chúng tôi không ngừng cải tiến chất lượng dịch vụ để đem lại cho quý khách trải nghiệm tốt hơn. Nếu bạn còn bân khuân về giá cả thì hãy xem qua bảng giá dịch vụ chuyển phát nhanh trong nước để tìm hiểu về giá cả dịch vụ chuyển phát nhanh hay bảng giá cước giao hàng nhanh của chúng tôi so với những nơi khác nhé.

  SvaraEyða
 9. Là 1 cửa hàng uy tín – an toàn và đáng tin cậy. xuất hiện chuyên nghiệp trong lĩnh vực phí. chúng tôi luôn đặt “Lời ích các bạn khi vay tiền lên hàng đầu”. Sau khoáng đãng năm phát triễn nghiên cứu vãn. thừa nhận diện được sự phiền phức cùng thủ tục rượm rà khi vay tiền bây giờ. cần chúng tôi nêu ra biện pháp bắt đầu phù hợp xuất hiện khuynh hướng new Vay tiền mặt – sở hữu tiền Cấp Tốc trong ngày.

  1. thủ tục vay đơn giản nhất hiện thời
  nên làm giấy phép ko buộc phải giám định rườm rà. bằng tài xế hoặc Hộ khẩu đã vay được tiền.
  2. Thời gian giải ngân tiền bên Cấp Tốc nhất hiện giờ
  ký phê duyệt biển sơ trong 15 – 1/2 tiếng. Giải ngân tiền bên sau 1/2 tiếng – mang lại 2h giả dụ khiến giấy phép trước 21H tối. Đa Minh Tân cam kết giải quyết trong ngày. Ko để tồn sang hôm sau.
  3. Vay toền online miễn sao bạn với mạng internet
  hầu hết lúc gần như địa điểm. chăm sóc website. chúng tôi đang với chuyên gia tham vấn giỏi suport các bạn. chúng ta không càng phải đi xa chờ đợi. Chỉ lời yêu cầu nhấc máy cùng Gọi. đang vay được tiền.
  4. ko phải tài sản đảm bảo, ko phải minh chứng các khoản thu nhập
  Chỉ không thể phương thức mộc mạc cũng như trên. ảnh viện chưa bắt buộc ai bảo hộ khoản vay cho chính mình. tất yêu cực kỳ an tâm chưa làm cho phiền người nhà các bạn.

  vay tien nhanh, vay tiền nhanh, vay tiền online, vay tien online, vay tien, vay tiền, vay tien, vay tín chấp, vay tin chap, vay tiền online, vay tien nhanh online, vay tiền nhanh online, vay tiền online nhanh, vvay tien online nhanh,
  vay tien nhanh nhat,

  SvaraEyða
 10. "Buy products related to medical textbooks for doctors and see what customers say ... But there is the online version that is very good, and eliminate that problem
  medical book pdf
  medical book free pdf
  free download medical
  medical book pdf
  free medical book pdf"

  SvaraEyða