23 maí 2008

Frábært lesendabréf

Hann Ingimundur, sem ég kann ekki nánari deili á, sendi 24 stundum bréf sem birtist í fimmtudagsblaðinu. Ég hló mig máttlausan þegar ég las þetta og kemst hreinlega ekki hjá því að endurbirta bréfið í heild sinni. Maðurinn hittir sko naglann á höfuðið.

BRÉF TIL BLAÐSINS
Ingimundur skrifar:
Það er alveg til skammar hvers konar dagskrá ljósvakamiðlar landsins bjóða áhorfendum upp á á laugardagskvöldi. Kæmi mér ekki á óvart að þeir ýttu beinlínis undir unglingadrykkju og sódómuna í miðborginni. Það er ekki furða að fólk helli í sig og neyti eiturlyfja, ekki getur það slappað af og horft á sjónvarpið.
Síðastliðið laugardagskvöld ætlaði ég aldeilis að hreiðra um mig í sófanum og njóta þess að eiga náðugt kvöld, en það var sama á hvaða stöð var skipt, allsstaðar mætti mér á skjánum efni sem vakti upp sjálfsvígshugleiðingar. Vegna einskærra leiðinda. Hefði verið skemmtilegra að horfa á snjó bráðna.
Skjár einn bauð upp á endalausar endursýningar frá því helgina áður. Ríkisútvarpið bauð upp á æsispennandi frásögn af mandólíni höfuðsmannsins.
Það má geta þess að ég er ekki einn af þeim sem eyða tugum þúsunda í Stöð 2 og erlendar bíórásir.
Ég vil biðja dagskrárstjóra þessara stöðva um að hugsa sinn gang. Kannski væri fólk ekki að skakklappast þetta niður í bæ hverja helgi ef að það væri bara mannsæmandi dagskrá í kassanum.
Þetta var sorglegt kvöld.
Endaði á því að grafa upp VHS spólu úr pappakassa á háaloftinu. 10 ára gamlir fóstbræðraþættir björguðu mér.

Þar hafið þið það...

3 ummæli:

  1. Maður af mínu sköpum,hann hittir fírtommuna beint á hausinn þarna!

    Sneiðin

    SvaraEyða
  2. þetta er stórkostlegt

    SvaraEyða