21 maí 2008

Hani, hundur og svín á veginum

Lausaganga búfjár er víst vandamál á Suðurlandsvegi. Allskonar dýr sem ganga þarna laus segir á Vísi.
Minnir mig á þegar ég fór á ströndina í Gvatemala. Nánar tiltekið til Monte Rico á vesturströndinni.

Þarna voru samankomin á aðalgötunni hundur, svín og hani og gæddu sér á graskeri!
Reyndar verð ég að viðurkenna að þetta var ekki stór bær sem við gistum í. Var eiginlega bara sveit. Það útskýrir þetta vafalaust.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli