20 maí 2008

Helvítis rasistar

Ég hef aldrei skilið af hverju sumir eru viðkvæmir fyrir blótsyrðum. Ég held að ég blóti svona í meðallagi miðað við það fólk sem ég umgengst. Þekki nokkra sem blóta mikið en færri sem blóta lítið eða ekkert.
Mér finnst bara ekkert að því að blóta rækilega þegar ástæða gefst. "Andskotans helvítis djöfulsins rugl er þetta" gæti maður sagt þegar dómarinn dæmir eitthvað vitlaust. Ég segi þetta allvega oft og finnst það bara í fínu lagi. Reyndar blóta ég miklu meira í huganum en það er annað mál.
Svo finnst mér bara sætt þegar lítil börn eru að læra að blóta.
Það er eftirminnilegt þegar lítill frændi minn, sem var þá líklega 4-5 ára, sagði við mig "fuck you hommi" þegar ég var eitthvað að stríða honum. Mér fannst það mjög fyndið og varð hreinlega stoltur af honum!

Annað sem ég er ekki jafn hrifinn af er þessi bölvaði rasismi sem virðist ríða rækjum eins og útvarpsmaðurinn á FM957 sagði. Hvað er að þessu liði eins og Við ari Guð johnsen (sem hafði mestar áhyggjur af því að lögreglan væri að berja Íslendinga uppi við Rauðavatn um daginn!)
og Magnúsi Þ. Hafsteinssyni og þessum félögum í "frjálslynda"flokknum?

Eftir því sem ég kemst næst þá snýst umræðan um það að það búi ekki allir íbúar Akraness við fullkomnar aðstæður og því sé á engan hátt viðunandi að bærinn taki á móti pólitískum flóttamönnum frá Palestínu. Af hverju mótmæla bjánarnir ekki öllum framlögum Íslands til þróunaraðstoðar og bara öllum framlögum út fyrir landsteinana yfir höfuð?
Á meðan það eru rónar á Austurvelli sem eiga hvergi heima þá getur ekki verið eðlilegt að ríkisstjórnin sé að dæla fleiri þúsund krónum til stríðshrjáðra landa þar sem tugir og hundruð þúsund manna eiga um sárt að binda.

Til að fyrirbyggja misskilning þá er réttast að það komi fram að ég er mjög fordómafullur maður. Mínir fordómar dreifast þó nánast jafnt til allra. Gamalt fólk í umferðinni, rauðhærðir, örvhentir, litlir, stórir, feitir, mjóir og svona gæti ég endalaust haldið áfram.

1 ummæli:

  1. Það læra börn sem fyrir þeim er haft. Það var ekki blótað á mínu heimili og ég er mjög ánægð með það í dag. Fannst það samt pínu halló þegar ég var á gelgjunni og þurfti því að "æfa" mig til að láta blótið hljóma vel úr mínum munni. Sem það gerði reyndar aldrei og gerir ekki enn. Þannig að ég blóta ekki og mér finnst það bara fínt. Lifi vel án þess :)
    Ekkert viðkvæm, finnst það bara hljóma illa.

    SvaraEyða