12 maí 2008

Mjólkursamsalan lýgur

Síðasta þriðjudag var til umfjöllunar í Kastljósi hvort mjólk væri jafn holl og af er látið. Laufey Steingrímsdóttir prófessor við Landbúnaðarháskólann og Hallgrímur Magnússon læknir voru fengin sem sérfræðingar til að tjá sig um málið.
Mér fannst Hallgrímur meira á því að mjólk væri ekki jafn holl og af er látið á meðan Laufey var meira á því að hugsanlega væri aðeins of mikið gert úr hollustunni en hún væri þó meinholl. Þannig skynjaði ég þetta allvega.

Þau voru síður en svo sammála um allt en eitt voru þau alveg sérstaklega sammála um. Það varðaði upptök líkamans á kalki. Viðtölin voru tekin í sitthvoru lagi hvort á sínum staðnum en þau voru nánast samhljóma um að mannslíkaminn ynni kalk mun betur úr grænu fæði en hann gerði úr mjólkurvörum. Þetta voru þau fullkomlega sammála um.

Nokkrum dögum eftir þáttinn var ég einmitt að borða skyr og ríf pappann utan af skyrdollunni og við mér blasir þetta:

Fullyrðing Mjólkursamsölunnar um að rannsóknir sýndu að líkaminn nýtti kalk úr mjólkurmat mun betur en það kalk sem hann fær úr annarri fæðu eða í töfluformi.
Laufey sagði upptöku úr grænu fæðunni vera um 60-70% á meðan hún væri 30% úr mjólkurvörunum.

Á góðri tungu má orða það þannig að MS ljúgi í neytendur til að auka heilsugildi vörunnar. Vörunnar sem er auglýst sem fitulaus og holl en er reyndar full af sykri, en það er önnur saga.

Hvar eru Neytendasamtökin? Auðvitað eru þau einhverstaðar að drulla upp á bak. Ég er farinn að skilja fullkomlega af hverju Gylfi Gylfason neytendafrömuður og verslunarmaður hefur svona mikla óbeit á samtökunum og þeim feluleik sem þau stunda.

4 ummæli:

 1. Spurning um að þú verðir formaður Neytendasamtakanna. Svo virðist sem þú talir ekki um annað

  SvaraEyða
 2. nákvæmlega. ekkert að gera með þessa bissness gráðu anyway, enginn bissness í framtíðini, engin framtíð í bissness þ.a.l.

  SvaraEyða
 3. Já það er alveg spurning Hreggviður! Ég myndi vel treysta mér til þess að taka við formennsku þarna og gera betur en núverandi stjórnendur. Reyndar myndi ég líka treysta mér til að fara á Alþingi og gera betur en megnið af liðinu þarna en það er allt önnur Ella.

  SvaraEyða
 4. Mjólkurmatur er SVOOO ofmetinn..
  Ég tek undir með Hreggviði, GO Andri! Ég vill sjá næringargildi þessara skyrvara utan á umbúðunum. Þessi heilu 15% sem eftir eru af hollustu þegar búið er að sykra og sjæna.

  SvaraEyða