29 maí 2008

Íslenskt manndráp - útlenskt morð

Af hverju er talað um að uppreisnarmenn hafi verið felldir?

Af hverju er talað um manndráp þegar Íslendingar drepa en morð þegar útlendingar gera það?

3 ummæli:

 1. Er ekki bara talað um manndráp af gáleysi (frekar en einvörðungu í smb. við íslendinga) og morð af yfirlögðu ráði? Virðast bara vera fáir á íslandi sem fremja morð af yfirlögðu ráði! Nema þetta sé réttarkerfið..

  SvaraEyða
 2. Ef að skíta rúv.is síðan virkar almennilega (sem hún gerir ekki akkúrat núna) og þú skoðar hlekkina sérðu dæmi um muninn.

  Í innlenda dæminu var manni slátrað með slökkvitæki á frekar brútal hátt. Í frétt Rúv (og Vísis) er talað um manndráp og að hann hafi ráðið manninum bana.
  Í útlenda dæminu er um að ræða Pólverja sem var/er búsettur á Íslandi. Hann er sakaður um að hafa orðið manni að bana en samt talað um að hann sé grunaður um morð eða aðild að morði.

  Eins ef þú skoðar fréttir aðeins aftur í tímann þá er þetta tendensið að það sem gerist á Íslandi af Íslendingi er manndráp og að valda bana. Ef það gerist erlendis er það morð.

  Hvað veldur veit ég eigi.

  SvaraEyða
 3. Veit ekki nákvæmlega hvað veldur. Hins vegar er hvergi í lögum orðið morð heldur eingöngu manndráp. Kannski spilar það inní á meðan í t.d. USA er talað um murder og svo manslaughter.

  Bara pæling. Veit ekki hvernig þetta er í Póllandi.

  SvaraEyða