07 maí 2008

Óveruleg fjárhæð?

Einhver bjáni rændi útibú Landsbankans í Hafnarfirði í morgun. Hann er í það minnsta ekki jafn mikill bjáni og 10 síðustu bankaræningjar eða svo, því þeir hafa oftar en ekki náðst innan nokkurra klukkustunda. Jafnvel aðeins snyrtilegri en á meðan ráninu stóð.

Í kvöldfréttum á Stöð 2 var haft eftir fulltrúa Landsbankans að um óverulega fjárhæð hefði verið að ræða. Aðspurð neitaði hún að tjá sig um hvort fjárhæðin hlypi á tugum eða hundruðum þúsunda.

Hversu há er "óveruleg fjárhæð" hjá Landsbankanum? Í vikunni birtust fréttir um að bankinn hafi skilað 17.400 milljónum í hagnað á fyrstu þremur mánuðum ársins. Hundrað milljónir til eða frá myndu litlu breyta ekki satt? Sem sagt óveruleg fjárhæð...

Hér er mynd af kappanum.

Ég get staðfest að þetta er hvorki Himmi, Pálmi né Freysi. Ég hef fjarvistarsönnun en Hemmi a.k.a. Lassí hefur ekkert sést í dag. Gæti verið hann.

P.s. Hann var með tvo hnífa! Skil ekki alveg hugmyndina á bakvið það.

5 ummæli:

 1. Þetta er klárlega Lassí. Þekki peysuna, Hænan gaf honum hana í sumargjöf núna um daginn!!

  SvaraEyða
 2. Ætli Landsbankinn vilji nokkuð gefa það upp í fjölmiðlum hve há upphæðin var því bankinn fær hann svo margfallt til baka úr tryggingum. Bankinn er líklega enn að ákveða hvað hann á að segja tryggingafélaginu.

  Ég gruna Hemma. Ég hef ekki séð hann í marga mánuði...engin fjarvistarsönnun í mér að hafa fyrir hann amk.

  SvaraEyða
 3. í útvarpinu í dag var talað um rúm 200 þús! held að það sé ekki mikið tjón fyrir bankan ef sú tala er rétt...

  SvaraEyða
 4. Jamm. DV sagði 250 þúsund. Það er náttúrlega ekki neitt... Varla að það taki sig að ræna banka. Langt innan við milljón á tímann. ;)

  SvaraEyða
 5. GiaThuanShop.Com Website hàng đầu chuyên cung cấp đèn trung thu 2019 giá sỉ số 1 hiện nay trên thị trường.
  Ngoài ra chúng tôi còn cung cấp nhiều dịch vụ khác như
  https://giathuanshop.com/dich-vu-in-an
  Trong đó phải kể đến dịch vụ khác như sau
  :

  - https://giathuanshop.com/dich-vu-in-an/nhan-in-giay-khen-bang-khen-gia-re.html

  - https://giathuanshop.com/do-choi

  - https://giathuanshop.com/qua-luu-niem

  Bạn có thể Pre order với chúng tôi các sản phẩm độc đáo mà bạn muốn mua.

  SvaraEyða