10 júní 2008

1.700 milljarðar á milli vina?

Hvað eru 1.700 milljarðar á milli vina?

Vísir.is segir okkur að 1.800 milljarðar hafi týnst í Írak, að menn viti ekki hvað varð um þessa peninga. Mbl.is segir að þetta séu 3.500 milljarðar.


Til að taka af allan vafa þá er það Vísir sem er nær því að segja rétt. Fréttin á BBC, sem báðir miðlar eru að vitna í, segir að 23 milljarðar dollara hafi týnst. Hjá mbl er hins vegar reiknað m.v. pund.

Skiptir það kannski ekki öllu máli? Eru menn yfir höfuð ekkert að kippa sér upp við sautján hundruð milljarða til eða frá?

Engin ummæli:

Skrifa ummæli