17 júní 2008

Af hverju nota ég Firefox?

Ég var að reyna að rifja upp um daginn af hverju ég valdi að nota Firefox vafra frekar en IE. Til að byrja með eru það allar augljósu ástæðurnar eins og að Firefox er talsvert hraðvirkari og þægilegri á flestan máta (reyndar alltaf spurning um hverju maður er vanur). Til dæmis "tabbed browsing" sem stóð ekki til boða í IE þegar ég færði mig yfir (tabbed browsing þýðir að maður getur haft margar síður opnar í flipum inni í sama vafra í stað þess að þurfa að hafa marga glugga opna).
Þá er öryggið eitt sem vert er að minnast á. Minna um öryggisholur, minni líkur á að fá óveirur og þess háttar gegnum Firefox. Hvort sem það er vegna þess að Firefox hefur minni markaðshlutdeild og því minna áhugaverður fyrir tölvuþrjóta eða af einhverri ástæðu veit ég ekki og skiptir kannski ekki máli.

Þá má ekki gleyma að minnast á eru tengiforritin (plugins) og viðbæturnar (add-ons) sem eru í boði fyrir Firefox. Það eru þær sem fengu mig til til að velja frekar eldrefinn. Það plugin sem er sennilega í uppáhaldi hjá mér er íslenska leiðréttingaforritið. Virkar alveg eins og Púkinn, þegar maður skrifar eitthvað í vafrann (til dæmis bloggar eða skrifar athugasemd við blogg) þá fær maður rauða línu undir orð sem eru vitlaust skrifuð. Eins og Púkinn er þetta ekki fullkomið. Sum orð þekkir forritið ekki og svo framvegis. Þetta er samt mjög gott svona með, til að benda manni á innsláttarvillur og þess háttar.

Möguleikarnir eru í raun endalausir. Hægt að fá viðbót sem lokar á auglýsingar. Það er fínt á sumar síður sem eru að stórum hluta óþolandi blikkandi auglýsingaborðar. Hægt að fá viðbót sem gerir þér kleift að vista youtube myndbönd beint í tölvuna með einum smelli og svona mætti lengi telja.

Nú er kominn nýr Firefox vafri. Firefox 3 eins og hann heitir. Hraðari en nokkru sinni og lítur gríðarlega vel út verð ég að segja. Vafrann má sækja hérna. Íslensku leiðréttinguna má síðan sækja hér.

4 ummæli:

 1. Það er greinilegt að hagfræðinemar hafa komist í álnir. Er þessi Firefox kynning þín hluti af lokaverkefni eða borga þeir þér bara cash fyrir þetta?

  SvaraEyða
 2. hvernig getur maður náð youtube myndböndum? værir þú til í að setja link á það "add-on" ??

  SvaraEyða
 3. Viggi. Ég er bara að breiða út boðskapinn. Ég vil að aðrir fái að njóta þess að ég sé að lesa mig til og finna og prufa allan fjandann. (Ætla samt ekki að gerast svo kræfur að halda því fram að ég hafi fundið upp hjólið með því að byrja að nota Firefox samt:)

  Eyjó: hér jú gó copy/paste

  https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/3006

  SvaraEyða
 4. Og hvernig á ég svo að horfa á þetta??????????

  SvaraEyða