12 júní 2008

Blóðug slagsmál á Whitesnake

Samkvæmt DV í dag slógust fjórir rígfullorðnir menn á Whitesnake tónleikunum. Þeir voru ekki að slást um kvenmenn heldur trommukjuða!

Djöfull sem það er fyndið. Koma heim með glóðarauga, rifna skyrtu og einn trommukjuða og segja fjölskyldunni að maður hafi skemmt sér konunglega.

Whitesnake meðlimir í allri sinni dýrð.

2 ummæli:

  1. Held það sé samt mun skárra en að koma heim með glóðarauga, rifna skyrtu og engan trommukjuða og segja að það hafi verið ömurlegt.

    SvaraEyða
  2. Fyrst að menn eru að slást yfir höfuð - sem er forheimska - þá finnst mér stíll yfir því að berjast um trommukjuða frá Whitesnake. Skárra er það, en að sparka í andlitið á liggjandi manni niður í miðbæ bara af því að hann var hugsanlega að rífa kjaft við frænda vinar þíns, einhvern tímann einhversstaðar, eins og stundum virðist vera raunin.

    SvaraEyða