24 júní 2008

Draumur

Óskaplega væri ég til í að sjá ísbjörn upp á hálendi veiða hest!

Hvað væri svalara en að sjá ísbjarnar-drápstól hlaupa uppi hest og éta hann?

Reyndar er ég ekki viss um að björninn myndi ná hestinum svo auðveldlega. Ísbirnir geta jú hlaupið býsna hratt en þeir eru svo asskoti vel hærðir að þeir geta ofhitnað ef þeir taka of langa spretti. Bjössi þyrfti því að komast í gott návígi fyrst. Er ekki viss um að það tækist.

1 ummæli:

  1. HAHA...þetta væri snilld...annars held ég að ég hafi séð ísbjörn í dag hérna upp í grafarholtinu....reyndar getur verið að þetta hafi verið gamall compi-camp tjaldvagn...en allur er varinn góður, svo ég tilkynnti þetta til lögreglu.

    SvaraEyða