25 júní 2008

Fitubollur í flugvélum

Þessa dagana berast fregnir af því að Icelandair sé að skera niður kostnað til að mæta samdrætti. Það er síður en svo eina flugfélagið sem stendur í þannig ráðstöfunum því síðustu vikur hafa reglulega borist fregnir af aðgerðum flugfélaga víða um heiminn til að skera niður kostnað.

Fyrir átta árum fór 15% af miðaverði í eldsneytiskostnað í Bandaríkjunum. Í dag fara um 40% í að greiða eldsneytið. Því hlýtur að teljast eðlilegt að flugfélögin séu að einbeita sér að því að skera niður kílóin.

Fyrir utan augljósa hluti eins og að skipta sætunum út fyrir léttari sæti hefur ýmsum ráðum verið beitt. Einhver flugfélög setja um 25% minna vatn á salernin án þess að fólk hætti að geta sturtað niður eða þvegið sér um hendurnar. Einhver flugfélögin hættu að gefa flugfarþegum hnetur. Nokkur hafa tekið upp á því að fljúga örlítið hægar eða á 480 mílna hraða á klukkustund í stað 500 mílna. Það lengir flugtímann á milli LA og Atlanta (c.a. frá Keflavík til Rimini, Zagreb eða Budapest) um fjórar mínútur, flugtíminn fer úr 4:12 í 4:18. Þá hafa sum flugfélög skipt út veitingavögnunum fyrir léttari vagna. Þetta eru einungis nokkur dæmi um hvernig flugfélögin eru að skera niður kostnað vegna hás olíuverðs.

Hver er þá sparnaðurinn af þessu umstangi?
Samkvæmt frétt New York Times sparar Northwest flugfélagið 440.000 dollarar á ári fyrir hver 11,34 kíló (25 pund) sem vélin er léttari. Það gera um 38.800 dollara per flugvél eða um 2,7 til 3,1 milljón eftir því hvernig gengi íslensku krónunnar hoppar og skoppar. Það sparast um þrjár milljónir á ári fyrir hvert kíló sem flugvélin er léttari.

Fyrri pælingin sem vaknar er af hverju í ósköpunum þessi flugfélög hafa ekki skorið kostnaðinn niður fyrr. Þurfti olíuverðið að ná hæstu hæðum til að mönnum hætti að þykja í lagi að fljúga með tugi eða hundruð kílóa af auka klósettvatni fram og til baka? Eða að skipta út þessum nýþungu matarvögnum fyrir aðra sem eru næstum átta kílóum (17 pund) léttari ? Eða skipta út sætunum fyrir sæti sem eru 2,3 kílóum (fimm pund) léttari hvert? Er þetta kannski það sem lágfargjaldaflugfélögin hafa verið að stunda? Ryanair, EasyJet og hvað þau heita. Voru stjórnendur þeirra kannski löngu búnir að fatta að þeir gætu sparað sér tugi milljóna með þessu?

Síðari pælingin varðar hinn pólitíska rétttrúnað. Af hverju heyrist enginn ræða um skatt á feita fólkið? Af hverju er ekki hægt að mæla hæð og þyngd fólks og láta fólk sem er yfir kjörþyngd borga hærra gjald? Er eðlilegt að við sem erum í eða undir kjörþyngd séum í raun að niðurgreiða aukakostnaðinn við fitubollurnar? Persónulega hef ég lent í því að borga mörg þúsund krónur fyrir fimm kílóa yfirvigt á meðan maðurinn fyrir aftan mig í röðinni var á að giska 30-40 kílóum þyngri en ég. Hann var þó ekki með of þungar töskur og borgaði því það sama og ég fyrir miðann þó að heildar þynd hans með farangri væri talsvert meiri en mín. Hef líka tvisvar lent í að sitja við hliðina á offitusjúklingum sem tóku c.a. þriðjung af mínu sæti þegar spikið flæddi yfir arminn yfir á mitt pláss.

Ég segi að það eigi hiklaust að skella á fitubollu-skatti. Annað er órökrétt.

16 ummæli:

 1. Spurning hvernig Jafnræðisrelga stjórnarskrárinnar og óskráð meginregla um jafnrétti borgaranna myndi tækla þetta;)

  Má mismuna ef mismunin fer fram á málefnanlegum grundvelli. Spurning hvort þetta myndi teljast málefnanlegt. Siggi Stormur yrði allavega ekki ánægður með þig!

  SvaraEyða
 2. I agree with you, I would also like for kids to pay full price and those shopping crazy assholes to be forbidden to bring in those large suitcases into the airplanes. I got a seat next to very large guy who bumped his knees into me for 4 hours because he did not fit into his seat. Really annoying.

  SvaraEyða
 3. Þannig að það sé á hreinu þá á ég við lesti. Ekki eitthvað sem fólk getur ekkert gert við. Það ræður því enginn hversu hávaxinn hann er. Lamað og fatlað fólk í hjólastól þarf auðvitað að fá einhverja sérþjónustu. Það væri klárlega brot á jafnréttisreglum ef því fólki yrði gert að greiða aukalega.

  Get ekki séð að það sé brot á einu né neinu að rukka einhvern sem er of þungur, af því hann borðar meira en hann brennir, um auka gjald.

  Svo það sé nú líka á hreinu þá þekki ég fullt af feitu en góðu fólki. Það truflar mig ekki hið minnsta heldur. Finnst bara skrítið að það megi ekkert ræða þetta á meðan menn tala jafnvel um að láta bara annan flugmanninn hafa leiðbeiningabækling því hvor bæklingur er eitt kíló !!!

  SvaraEyða
 4. Hvað með mjög háa menn þeir eru þyngri en dvergar og geta ekkert af þvi gert....já og þá sem eru stórbeinóttir?  snæden

  SvaraEyða
 5. Eða varstu kannski að meina fituprósentumælinguframkvæmd ekki vigt?

  SvaraEyða
 6. Er matarfikn ekki enn orðinn viðurkenndur sjúkdómur? Þá myndu þetta vera fíknisjúklingar..

  SvaraEyða
 7. I remember kid who drove his motorcycle very fast (way too fast) and got into accident. He is now in a wheelchair. It is his fault that he is in a wheelchair, so according to your statement he should pay more to be allowed into the airplane with his wheelchair. I also know a very fat retard who just eats whatever he gets, no control. He should off course pay more as well. ;)

  SvaraEyða
 8. Ég hafði látið mér detta í hug einhverja viðurkennda skilgreiningu t.d. bmi stuðulinn. Hann tekur mið af hæð v.s. þyngd. Ég er reyndar mjög nálægt því að vera of þungur miðað við þann stuðul. Ef ég væri duglegur í ræktinni þá myndi ég klárlega teljast fitubolla skv. bmi.

  Mér finnst það ekki breyta öllu þó að matarfíkn sé skilgreindur sjúkdómur. Flugfélög geta bannað fólki að fljúga sé það of drukkið, þá gildir einu hvort fólk sé með áfengisfíkn.

  Hvað mynduð þið til dæmis segja ef það væri einn tvöfaldur Gaui litli sem tæki að lágmarki tvö sæti í flugvél? Væri það sjálfsagður réttur hans að borga bara fyrir eitt sæti því hann væri með sjúkdóm? Bara pæling.

  Og nei ég tók það fram að til dæmis lamað og fatlað fólk ætti ekki að þurfa að borga aukalega. Þá gildir einu hvort það hafi lent í slysi af eigin völdum eða annarra eða að það hafi fæðst svona. Bara svipað og fólk fær örorkubætur frá hinu opinbera hvort sem það lendir í slysi sem er 100% því að kenna eða hvort það sé einhver annar sem veldur.

  En ég er geysilega forvitinn að vita hver skrifar svona fína og skemmtilega ensku! Er þetta einhver sem ég þekki?

  SvaraEyða
 9. Kostnaðurinn snýst um þyngd ekki kjörþyngd. Ef ætti að fara að vikta fólk upp í flugvélar þá yrði kostur að vera lítil kelling en ekki fótboltakappi. Kvenfólk myndi líka að meðaltali fá lægri fargjöld. En það getur náttúrulega enginn gert að því þótt hann sé kall.

  SvaraEyða
 10. Það er punkturinn í þessu. Það er ekkert sem maður stjórnar hvort maður sé karl eða kona eða hvort maður sé hávaxinn eða lágvaxinn. Hvort maður sé 5, 10 eða 15 kílóum yfir kjörþyngd er eitthvað sem fólk velur sér.

  SvaraEyða
 11. Því segi ég að það sé augljós mismunun að gera upp á milli fólks þegar fyrrnefndu atriðin ráða. Á erfiðara með að viðurkenna mismunum þegar þau síðarnefndu koma til.

  SvaraEyða
 12. Sorry about the english. I can read icelandic, but I can not write it very well.

  I can see were you are coming with your argument. But if this will be the case I would like to see a lot of other groups of people paying more as well, like people who get into accidents because of stupidity like driving drunk or too fast. Pregnant women who choose to have kids should also pay more. People traveling with screaming infants should not get free tickets for the kids. Actually it is much more annoying listening to the screaming kids for the whole flight than sitting next to a fatso. I propose a "screaming infant tax" for air travelers responsible for the disturbance of the peace.

  SvaraEyða
 13. Ekkert mál. Fólki er frjálst að skrifa á því tungumáli sem það vill:)

  SvaraEyða
 14. Þetta er hugmynd...ég myndi samt vilja bíða með að hrinda þessu í framkvæmd á meðan ég er yfir kjörþyngd. Poppaði yfir hana í síðustu viku ;)
  Ég mældi BMI töluna mína þegar ég var 78 kg (er 176 cm á hæð) og útkoman var "væg offita" Helvíti eðlilegt.

  SvaraEyða
 15. Það ætti náttúrulega bara að vera sérflugvélar fyrir hvern þyngarflokk, einn með pínulitlum sætum þar sem væri hægt að koma svona 12 sætum í hverja sætaröð sem væru ætluð fyrir dverga og börn, þarna myndi fargjaldið auðvitað vera mjög lágt, svo eitt venjulegt fyrir venjulegt fólk sem væri á normal verði og eitt með svona 3 sætum í hverri sætaröð fyrir feita fólkið, það yrði líka dýrara en svoleiðis er það bara...

  SvaraEyða
 16. brjálæðislega fyndið síðasta kommentið... 12 sæti í röð fyrir dverga og börn...

  Ég er vel yfir kjörþyngd en ég skynja enga andúð í þessu hjá Andra. Þetta er valid pæling.

  SvaraEyða