05 júní 2008

Græna byltingin

"Græææænaaaa græna byltingin!". Þetta hljómar í hausnum mínum eins og ég veit ekki hvað. Ég hef ekki hugmynd um hvað þessi græna bylting er. Líklega er þetta úr einhverri auglýsingu, hvað verið er að auglýsa veit ég ekki.
Gæti verið auglýsing fyrir næsta leik Völsungs. Gæti líka verið auglýsing fyrir nýja kolefnaskattinn hjá ríkisstjórninni. Hef ekki kynnt mér málið neitt en heyrði í útvarpinu í gær að umhverfisráðherra var að tjá sig um þetta. Hún sagði að þetta væri ekki aukaskattur heldur skattatilfærslur. Gaman að geta þess að skattatilfærslur hins opinbera hafa ALDREI gert annað en að skila meiri tekjum í kassann. Ergo: auknir skattar.

Talandi um umhverfisráðherra. Glórulaust hjá henni að gefa drápsleyfi á ísbjörninn. Glórulaust.
Auðvitað átti dýrið að fá að lifa. Ég gef ekki mikið fyrir þau rök að forvitnir einstaklingar, sem gerðu sér ferð þarna til að forvitnast, hafi verið í hættu. Man ekki betur en að þegar mótmælin voru við Rauðavatn hafi verið allt í lagi að spreyja "gasi" á allan hópinn. "Menn gátu jú alveg búist við því þegar þeir voru að forvitnast þarna uppfrá" eins og margir sögðu.
Þá segi ég að menn hafi alveg getað búist við því að vera étnir af ísbirninum.

Helvítis redneck veiðimennirnir sem mættu þarna með rifflana sína eru síðan umræðuefni út af fyrir sig. Jesús hvað ég sá mikla redneck mynd af þessum vitleysingum þegar þeir höfðu stillt sér upp með "bráðinni". Heyrði einmitt viðtal við einn þeirra í hádegisfréttunum í gær þ.e. viðtalið tekið áður en björninn var skotinn. Röddin titraði úr spenningi yfir því að fá að skjóta dýrið. það var svo greinilegt.
Svo voru menn alveg á því að björninn hafi verið að gera sig líklegan til að ráðast á fólk. Hann var jú farinn að þefa út í loftið!!!

Ótrúlega vel gert hjá einum meðlimi í veðurklúbbnum á Dalvík að hafa dreymt fyrir þessum atburði. Bara verst að hann mundi bara daginn eftir að hafa dreymt ísbjörn...

9 ummæli:

 1. Átti hann að muna það daginn áður?

  Annars held ég að reddnekkarnir hljóti að hafa haft sín áhrif á löggukarlana.. hljóta að hafa espað þá upp.
  Svo er nottla alveg möst að eiga uppstillta mynd af sér með annan fótinn ofan á ísbirni og riffil í hendinni. Það er BARA töff. Svona fyrir barnabörnin og þannig..

  SvaraEyða
 2. Ef það hefðu verið til rétt deyfilyf, byssan sem er notuð til að skjóta hefði verið til staðar og virkað, ef hefði verið til búr til að setja ísbjörninn í og net til að flytja hann ÞÁ hefði hann átt að lyfa. En eins og staðan var þá var ekkert annað í stöðunni en að skjóta hann.

  Það tala allir um þetta eins og þetta sé einhver bangsi sem hefði bara átt að klappa og gefa sardínur. Átti að deyfa hann og hvað svo? Eins og ég segi, ekkert annað í stöðunni eins og hún var en að skjóta dýrið.

  SvaraEyða
 3. Lifa - ekki lyfa... var ekki dópistaísbjörn að mér vitandi.

  SvaraEyða
 4. Eftir á kom samt í ljós að einhver héraðsdýralæknir að austan er með réttu lyfin og skotfærin undir höndum og var frekar fúll yfir því að það hefði ekki verið haft samband við hann. Þetta á t.d. umhverfisráðherra að vita!

  Að mínu mati hefði átt að gera allt sem hægt var í stöðunni til að ná í þessi lyf og svæfa dýrið. Þegar það er orðið hættulaust einhversstaðar uppí brekku er svo hægt að ræða það hvort það séu til græjur á landinu til að flytja hann til Svalbarða eða annarra staða þar sem íbirnir fá að éta fólk í friði.
  Ef það væri svo ómögulegt að redda þessum græjum þá væri hægt að sauma eina kúlu í hausinn á honum á snöggan og kvalarlausan hátt án þess að hafa það í beinni útsendingu.

  Sama hvernig menn líta á þetta, skóta hann eða ekki, þá er alveg ljóst að það var illa að þessu staðið og það líta flestir út eins og nýgræðingar í þessu nema byssumennirnir sem vissu alveg hvað þeir vildu og gátu!

  SvaraEyða
 5. Nei Huld. Það dregur hins vegar óneitanlega úr trúverðugleika "spámanna" þegar þeir spá einhverju eftir á:)

  Ég held að það hefði alveg mátt bíða í lengstu lög með að drepa bangsann. Auðvitað hefði þurft að skjóta hann ef hann væri að gera sig líklegan, sem ég tel að hafi ekki verið þegar hann var skotinn.

  Hvað er þetta með rétt deyfilyf? Eru til sérstök ísbjarna-deyfilyf? Hefði ísbjörnin "fattað" að deyfilyfin sem voru á staðnum væru ekki þau réttu og þau því ekki haft nein áhrif?

  Hvað ef menn hefðu byrjað á því að loka veginum og koma fólki af svæðinu? Þá hefðu líkurnar á að hann myndi éta einhvern á staðnum minnkað verulega.

  Í fljótu bragði dettur mér í hug að það hefði verið hægt að lokka hann með hræi sem væri með deyfilyfi, bara eins og dýralæknirinn sem var á svæðinu vildi gera, inn í gám til dæmis.

  Svo hefði verið hægt að finna eitthvað út úr restinni t.d. hvort það ætti að flytja hann til sinna heimahaga eða hvort það ætti að reyna að búa til eitthvað "show" í kringum þetta, sem ég myndi telja frábæra hugmynd.

  Fyrir mér eru það engin rök að það séu ekki til ísbjarna-deyfilyf, ísbjarna-net, ísbjarna-þyrla og svo framvegis.

  Menn þurfa bara að leysa málin þegar þau koma upp. Í þetta skiptið var það vissulega gert, menn deila síðan um hvort rétta lausnin hafi verið valin!

  Það er líka jákvætt að umhverfisráðherra ætli að skipa 10 manna nefnd sem fær þrjú ár til að móta verklagsreglur um hvernig skuli bregðast við næstu heimsókn!!!!!!!!!

  SvaraEyða
 6. SAS mennirnir eru eins og venjulega með lausn á flestum vanda. Það er greinilegt.

  Fyrir utan Vg og náttúruverndar sinna segja þeir sem til þekkja og hafa á hvítabjörnum vit að það hafi ekki verið hægt að gera neitt annað í stöðunni. Bendi á viðtal við íslendig í 24 stundum í dag. Hann hefur búið á Grænlandi í fjöldamörg ár og starfar í Síríus hundasleðadeildinni og hefur verið að merkja og telja ísbirni. Hann segir einfaldlega að ekkert annað hafi veirið í stöðunni en að fella dýrið. Þó dýrið sé fallegt þá er þetta enginn kettlingur.

  SvaraEyða
 7. Þó að á endanum hefði þurft að drepa bangsa litla, þá finnst mér alveg fáránlegt að gera það á þennan hátt. Leyfa einhverjum veiðidelluköllum að uppfylla stóra drauminn!!

  SvaraEyða
 8. Eitt sem engin hefur talað um, hvorki hér né annars staðar - það vissi engin hvort t.d. hópur túrista væri í gönguferð þarna í nágreninu. Þá hefði bangsi komist í feitt. Þessi dýr leika sér nú að 1000 kg rostungum líkt og við snæðum hakk og spaghetti.

  SvaraEyða
 9. Já það lítur þannig út Huld að þetta hafi verið einhverjir barbarar, sem getur meira en vel verið. En til að fells svona dýr helst með einu skoti þarf mann með kunnáttu. það skiptir t,d mjög milu máli hvar skotið er í dýrið þannig að það deyji sem átakalausast.

  SvaraEyða