18 júní 2008

Að keyra eins og kerling

Merkileg niðurstaða sem ég hef komist að.

Ef maður keyrir eins og kerling þá endar það alltaf á því að það eru kerlingar sem keyra í rassgatinu á manni!

Þessi er upptekin við að lita á sér
varirnar. Skyldi það vera algengt?


Til útskýringar: Síðustu viku eða svo hef ég keyrt afskaplega rólega. Hef haldið mig lengst til hægri og yfirleitt aldrei keyrt nema að hámarki á hámarks hraða. Ævinlega kemur kerling (kerling í þessum skilningi eru allt kvenfólk undir stýri, skiptir ekki hvort þær séu 17 eða 77 ára) og keyrir eins nálægt bílnum mínum og hún mögulega getur. Svo nálægt að ef ég þyrfti að bremsa skyndilega væri hún búin að keyra á mig áður en hún myndi átta sig á að hún þyrfti að hemla. Allt þetta án þess að gera minnstu tilraun til að taka fram úr. Bara að keyra "sátt" í rassgatinu á næsta bíl. Óskiljanlegt að konur hafi öðlast leyfi til að keyra bíl. Hlýtur að hafa verið góð ástæða fyrir því á sínum tíma...

4 ummæli:

 1. Hmmm sem kjelling nr 1 í lífi þínu fram að 12 aldrinum hið minnsta og einkabílstjóri til margra ára krefst þessi færsla nánaari skýringa !!! Mæli með afsökunar færslu í bundnu máli !

  SvaraEyða
 2. Sem starfsmaður Jafnréttisstofu þá verð ég að vera sammála henni móður þinnig og krefjast nánari útskýringa.. sérstaklega á notkun orðsins "kelling" !! ;)

  SvaraEyða
 3. Ég nenni ekki einu sinni að kommenta á þetta!
  Hringdu í mig þegar þú ert tilbúinn að biðjast afsökunar.
  Bless.

  SvaraEyða
 4. Hvað er það sem pirrar ykkur svona?
  Er það notkun mín á orðinu kerling sem þýðir m.a. skv. Íslenskri orðabók: svalur kvenmaður, dugnaðarkvendi og eiginkona (í góðlátlegri kímni eða óvirðingar- eða kæruleysistón)?

  Maður hreinlega spyr sig.

  Annars skal ég viðurkenna að það eru til karlmenn sem keyra eins og kerlingar. Yfirleitt eru þeir 80 ára og eldri:)

  Eða er það kannski botninn á greininni sem snertir sálartetrið? Ég skal viðurkenna það fyrstur manna að þetta var bara smá djókur til að kynda upp í kvenfólkinu sem er alls ekki nógu duglegt að kommenta hérna (nema Huld reyndar).

  Ég vil því biðja alla hlutaðeigandi afsökunar á því að hafa haft uppi efasemdir um réttmæti þess að kerlingar hafi bílpróf. (Að auki benti mútta mér á að það hefði líklega gert líf mitt erfiðara ef hún hefði ekki haft ökuréttindi.)

  SvaraEyða