05 júní 2008

Rednecks

Þetta er myndin sem ég sá en fann síðan aftur. Hversu mörg tár er leyfilegt að fella þegar maður sér hana? Ekki af því það er svo sorglegt að bangsi sé dauður, heldur því það er svo sorglegt að sjá svona "veiðimenn" standa yfir bráðinni. Allavega finnst mér það í þessu tilfelli.

En jú við verðum samt að viðurkenna að bangsímon var farinn að þefa út í loftið. Það var því bara tímaspursmál hvenær hann myndi byrja að tyggja fólkið.

2 ummæli:

 1. Já. Menn láta taka myndir af sér með uppáhalds fótboltamönnunum sínum og frægu fólki og jafnvel vaxmyndum af frægu fólki! - sem getur verið mjög kjánalegt.

  Held það sé allavega meira töff að taka mynd af ísbirni sem þú skaust sjálfur.

  SvaraEyða
 2. Allt sem þú nefnir finnst mér asnalegt með þeirri undantekningu að um krakka sé að ræða. Finnst ekkert töff við að láta taka mynd af sér við hliðina á frægum manni.
  Finnst heldur ekkert töff að stilla sér upp fyrir aftan ísbjörn sem einhver annar skaut. Það er alveg ljóst að þeir skutu hann ekki allir fimm. Sennilega bara einn af þeim m.v. myndbandið.

  Ég á uppstillta mynd af mér með St. Bernard hundi. Ég var c.a. 11 ára. (skaut hann samt ekki svo það fari ekki á milli mála:)

  SvaraEyða