11 júlí 2008

08.08.08

Fylgiblað Fréttablaðsins Föstudagur sagði lesendum frá því í dag að tískulöggan Arnar Gauti ætlaði að kvænast unnustu sinni hinn 08.08'08 eða áttunda áttunda tvöþúsund og átta.

Eflaust eru þau hjónin ekki þau einu sem fengu þessa hugmynd. það sem mér fannst athyglisverðast við greinina var hins vegar að það kom fram að þau ætla að gifta sig klukkan 18.00!

Er það eitthvað sem kemur málinu við að þau ætli að gifta sig áttunda áttunda tvöþúsund og átta klukkan sex? Hefði ekki verið rómantískara að hafa athöfnina klukkan átta og þá hefði kannski verið ástæða til að taka fram klukkan hvað athöfnin verður? Hefði reyndar ekki verið mjög hentugt að hafa þetta klukkan 08 um morguninn....

Fyrir þá sem vilja lesa greinina í heild sinni má smella á myndina til að fá hana stærri.

1 ummæli:

  1. Andri plís. Hættu á þessum gleðikúr og byrjaðu aftur að blogga. Það er greinilega ekki að ganga upp hjá þér að finna það jákvæða, miðað við hvað það koma fáar færslur frá þér.

    SvaraEyða