29 júlí 2008

Ég er upplýstur neytandi

Kom við í hinni frábæru búð 10/11 við Eggertsgötu, á leiðinni heim í gær. Búðin hefur einmitt verið efni í margar bloggfærslur hjá mér í gegnum tíðina.

Eftir að hafa gert upp við afgreiðsludömuna renndi ég í gegnum strimilinn - til að athuga hvort það væri ekki örugglega verið að snuða mig um einhverjar krónur.

Jú jú það passar. Hálft heimilisbrauð var sagt kosta 225 krónur á strimlinum en hillan sagði við mig 215 krónur. Ég benti afgreiðslukonunni góðfúslega á þetta. Hún fór í fýlu. Vissi líka upp á sig sökina þegar ég benti henni á að hún skuldaði mér tíkall því hilluverð væri æðra kassaverði.

 
Ég sagði henni hins vegar ekki að í raun skuldaði hún mér annan tíkall því ég keypti líka eins brauð deginum áður. Tók eftir því þegar ég kom heim að ég hafði verið ofrukkaður. Auðvitað nennti ég ekki að fara aftur til að fá tíkallinn minn - nákvæmlega það sem þessar búllur púkka upp á. 

5 ummæli:

 1. Nú toppaðiru sjálfan þig;)

  SvaraEyða
 2. Trausti hefði ekki orðið fúll það er klárt.
  Snæden

  SvaraEyða
 3. Af hverju kaupirðu ekki heilt brauð? Í staðinn fyrir að fara þarna á hverjum degi og láta ræna þig í þokkabót!
  Þá er betra að kaupa heilt og fara bara annan hvern dag.. ;)
  Og góðan daginn.. verðið á þessu HÁLFA brauði!!

  SvaraEyða
 4. Ég á ekkert eitt gott svar fyrir þig Huld. Málið er að yfirleitt þegar ég kaupi heilt brauð þá skemmist 1/3 c.a. því ég klára það ekki. Þannig að þegar ég fer og kaupi hálft er það af því ég er að fara að borða það. Ég get eiginlega ekki ákveðið í dag hvað ég ætla að borða á morgun þannig að ég kaupi bara hálft og svo aftur hálft. Veit að það er dýrara:(

  Heilt svona brauð kostaði 180 seinast þegar ég fór í Bónus. Heilt krónubrauð kostar 158 krónur. Algjör anus þessi verslun.

  SvaraEyða
 5. Trausti er maðurinn. Djöfull er Trausti maðurinn.

  SvaraEyða