04 júlí 2008

Jákvætt þema

Ný stefnumörkun hefur orðið á síðunni. Frá og með þessu bloggi, í það minnsta fram eftir sumri, ætlar undirritaður að reyna hvað hann getur að vera sem jákvæðastur í skrifum.

Ég ætla að beita leyndarmálinu (e. secret) á mig sjálfan og ykkur lesendur. Nú verður ekkert nöldrað í bili, bara upphefð og jákvæðni. Sjáum til hversu skemmtilegt það verður. Ef það verður leiðinlegt blogg þá skipti ég aftur yfir í nöldrið...


Til að byrja jákvæðina mína ætla ég að setja inn lag sem kveikir alveg ótrúlega mikla jákvæðni inn í mér. Það er eitthvað við lagið sem lætur mér hreinlega líða vel. Þetta er lagið I'm yours með Jason Mraz sem ég heyrði fyrst síðasta haust svona um það bil. Það hefur verið spilað svolítið á Bylgjunni síðustu mánuði en ekki alveg í sömu útgáfu og ég fíla sem mest. Sem er einmitt ástæðan fyrir því að ég sét ekki opinbera myndbandið heldur myndband sem einhver gerði með þeirri útgáfu og textinn fylgir með.Njótið lífsins...

2 ummæli:

 1. ég er hér með hættur að kíkja á bloggið hjá þér. djöfull þoli ég ekki the secret og jákvæðni yfir höfuð.

  SvaraEyða
 2. Ég hafði nákvæmlega aldrei heyrt þetta lag áður. Gaman samt að eiga sér svona "jákvæðni-lag" :)

  Annars er lífið svo miklu léttara með jákvæðu hugarfari. Belíf mí.. ég hef prufað bæði. Tók langan tíma að endurforrita (og er ekki búið enn) en vel þess virði. Lífið er of stutt til að eyða því í leiðindi.
  Eins og bítlarnir sungu:
  Life is very short and there´s no time for fuzzing and fighting my friend.

  SvaraEyða