11 ágúst 2008

Frábært band

Langaði að benda ykkur á þetta frábæra band Blind Pilot, dúett sem samanstendur af gítarleikara sem syngur og trommara. Ef þetta er nú þegar svaka vinsælt og allir vita hvað þetta er þá tek ég það á mig. Væri ekki í fyrsta skiptið sem ég "uppgötvaði" eitthvað band á eftir öllum öðrum.

Fyrir nokkru síðan var gefins eitt lag með þeim í iTunes búðinni. Ég sótti lagið en gleymdi að hlusta á það. Svo í gær sat ég við lærdóm og var að hlusta á tónlist. Heyrði allt í einu þetta magnaða lag sem ég kannaðist ekkert við. Hlustaði á fleiri lög með þeim í iTunes og endaði á að kaupa allan diskinn. Fyrsta skiptið í langan tíma sem ég kaupi mér svona heilan disk. Sennilega síðan ég keypti frábæran disk með Ljótu Hálfvitunum.

Allavega tékkið á þessu lagi.


Getið síðan hlustað á fleiri lög á Speisinu þeirra.

3 ummæli:

 1. Andri Valur, fyrr má nú rota en dauðrota!!! Er þetta ekki aðeins of mjúkt.

  kv. BQ

  SvaraEyða
 2. Maður verður nú stundum að sýna mjúku hliðarnar líka:)

  SvaraEyða
 3. HAHA...þetta er HRIKALEGT:D (að mínu mati) Held að þú ættir að fara hlusta á Supermode og þá einna helst Tell my why...það er alveg hrikalega gott lag!!

  SvaraEyða