15 ágúst 2008

Góð blanda!

Fór í Holtagarða eftir vinnu í gær. Keypti allt það helsta í Bónus, henti pokanum út í bíl og ákvað að rölta eina ferð í gegnum Hagkaup. Ég hlyti að finna eitthvað sem mig vantaði.

Eftir u.þ.b. kílómeters labb fram og til baka, endaði ég við kassa með þrjá hluti. Hárvax, ostaskera og Tika Masala kjúklingarétt.

Stelpan á kassanum þorði ekki að hlæja af þessu vöruvali mínu fyrr en ég spurði hana hvort þetta væri ekki góð blanda hjá mér. Þá flissaði hún.

7 ummæli:

 1. Ertu hættur að versla í 10/11 ?

  Pabbi.

  SvaraEyða
 2. hehe já í 20. skiptið er ég hættur að versla þar... Maður neyðist samt stundum til að redda sér með því að fara þangað. Bara að passa að verða ekki rændur:)

  SvaraEyða
 3. Var stelpan á kassanum hæna?

  SvaraEyða
 4. HLÆGJA?

  Samkvæmt orðabókinni minni er þetta orð bara alls ekki til í íslenskri tungu.

  Annars finnst mér ekkert að þessum kaupum hjá þér.. ég hefði ekki einu sinni flissað :)

  SvaraEyða
 5. Þetta var hænu ungi Himmi.

  Sorry Huld. Búinn að leiðrétta þetta. Svara svo í símann!!!

  SvaraEyða
 6. Hef oft verið að hugsa um að setja saman fyndna blöndu í körfuna.
  Sleipiefni,kakó,smokkar og gúrka væri fyndið t.d


  Sneiðin

  SvaraEyða
 7. Helvítis gemlingurinn þinn!!! Getur ekki einu sinni hætt að flörta þegar þú mætir að búðarkassa....þú ert hreinræktaður krókódílamaður :)

  SvaraEyða