17 ágúst 2008

Kurteisi afgreiðslumaðurinn

Var í verslun um daginn. Þar afgreiddi mig ungur og ákafur drengur. Var greinilega mikið í mun að standa sig vel og vera kurteis.
Mér líkar ekki þegar afgreiðslufólk, og fólk yfir höfuð, er ókurteist. Mér líkar heldur ekki þegar fólk er virkilega að leggja sig fram við að vera kurteist. Finnst fólkið virka svo falskt. Vil bara að fólk sé sem eðlilegast.

Allavega þá var strákurinn svo kurteis að hann sagði "takk sömuleiðis" áður en ég hafði þakkað honum fyrir:)

5 ummæli:

 1. Hugsanlega var hann orðinn ruglaður af rútínu. Man að maður gerði þetta sjálfur í sínum tíma. Oft kom það fyrir að manni var rétt peningabúnt og maður spurði; "akkúrat?" eins og um debet kort væri að ræða. Eftir 100 afgreiðslur getur þetta komið fyrir.

  SvaraEyða
 2. Þykir það líklegast að hann hafi bara ruglast. Var engu að síður mjög fyndið:)

  SvaraEyða
 3. Mér var gefin gjöf um daginn (ætluð Margréti Sif) og ég varð svona upprifina, sagði: "Jiii.. vááá til hamingju!" í staðinn fyrir að segja "takk fyrir" þannig að maður ruglast nú alveg stundum ;)

  SvaraEyða
 4. hehe.

  Maður hefur nú svo sem lent í því að þakka fólki fyrir eitthvað þegar það "á" í raun að þakka en ekki maður sjálfur.

  SvaraEyða