14 ágúst 2008

Lygar stjórnmálamanna

Hvað er málið með stjórnmálamenn og lygar? Af hverju eru allir hættir að kippa sér upp við það að stjórnmálamenn ljúgi eins og ekkert sé sjálfsagðara?

Víðast, í siðmenntuðum löndum, þykir það slæmt þegar upp kemst að stjórnmálamaður hafi logið í fjölmiðla og því kjósendur. En á Íslandi segir Óskar Bergsson á milli 8 og 9 í morgun að það séu engar þreifingar í gangi. Klukkan 13 segir Vísir.is frá  nýrri borgarstjórn þar sem Óskar Bergsson er sagður verða formaður borgarráðs.

Eins er það athyglisvert hvað flestir fjölmiðlar virðast fara rólega í að segja frá þessari fléttu. Morgunblaðið, Fréttablaðið, Rúv og Stöð 2. Verður til dæmis fróðlegt að sjá hvernig fréttastofa Stöðvar tvö höndlar þetta mál.

Þorsteinn Pálsson gefur "leyfi" á þennan meirihluta með leiðara undir fyrirsögninni JÁ. Í kjölfarið fer boltinn að rúlla. Er það virkilega eðlilegt að fjölmiðlar, stundum er talað um fjórða valdið, séu að skapa atburðarrás sem þessa?

Ég óska eftir hlutlausri og góðri umfjöllun um þetta mál. Ég vil til dæmis að fjölmiðlar dragi upp lygar stjórnmálamannanna í aðdragandanum. Það er alveg kominn tími á að stjórnmálamenn hætti að ljúga í fjölmiðla eins og ekkert sé sjálfsagðara. Þá er skárra að þeir láti ekki ná í sig eða neiti að tjá sig.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli