16 ágúst 2008

Rassskelling er uppeldi

Í nýföllnum dómi Héraðsdóms Norðurlands var maður sýknaður af ákæru fyrir að flengja tvo syni fyrrverandi kærustu sinnar. Einhverjar umræður hafa spunnist þar sem fólk tjáir sig um flengingar eða rasskellingar. Sumir segja þær eðlilegan hluta af uppeldi á meðan aðrir segja þetta vera ólíðandi ofbeldi gagnvart varnarlausum börnum.

Ég tilheyri fyrri hópnum. Mér þykir ekkert að því að rassskella börn sem hafa unnið sér það inn. Get ekki ímyndað mér að það sé eitthvað sem hafi mikil sálræn áhrif á börnin eins og haft er eftir Braga Guðbrandssyni, Forstjóra Barnaverndarstofu, á Mbl.is. Þar segir meðal annars:


    „Það er fráleitt í lagi," segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um hvort í lagi sé að rassskella börn. Hann bendir á fjölda rannsókna máli sínu til stuðnings þar sem fram komi að ofbeldi af þessu tagi hafi mikil sálræn áhrif á börnin.

og

    „Það er alveg fráleitt að ætla að þetta hafi ekki nein áhrif á börnin. Að meta hegðun af þessu tagi sem skaðlausa er algjörlega óviðunandi,“ bætir Bragi við, en héraðsdómur sagði að ekki væri séð að flengingarnar væru til þess fallnar að skaða drengina andlega eða líkamlega.

    Bragi telur dóminn senda hörmuleg skilaboð til samfélagsins og sé niðurstaðan á skjön við mannréttindasamninga sem og samþykktir Evrópuráðsins.

Eru menn ekki að missa sig aðeins? Ok eflaust má ofgera þessu eins og öllu öðru. En að rassskella börn þegar þau fara virkilega yfir strikið, og aðrar aðferðir virka ekki, þykir mér bara í góðu lagi.Þetta er gömul uppeldisaðferð. Hugsanlega á hún ekki jafn vel við í dag og leyfi ég mér að fullyrða að slíkum "úrræðum" hafi fækkað með árunum. Þ.e. að foreldrar reynir aðrar aðferðir til hins ítrasta.


Hvað ætli stór hluti að eldri kynslóðum hafi verið rasskelltur á sínum æskuárum? Ég myndi giska á að það væri slatti af fólki. Sumir eflaust að kljást við andlega kvilla á meðan aðrir eru á góðu róli í lífinu.

10 ummæli:

 1. Get ekki verið sammála þér þarna.
  Og það sem fer MEST í taugarnar á mér er þessi vitnun í "gamla daga". Þegar allir voru rassskelltir og eru við hesta(geð)heilsu í dag. Eða allir fengu graut 2ja vikna og eru hressir í dag.

  Málið er bara að í dag hafa þessir hlutir verið rannsakaðir og niðurstöður sýna fram á skaðsemi.

  Það var reykt yfir mér í vöggunni og fyrstu 16 árin (þangað til ég byrjaði sjálf..) en ég er bara hraust í dag.
  Ætlarðu þá að segja mér að það sé allt í lagi að reykja yfir börnum?

  Fólk vissi bara ekki betur þá!

  Fólk kunni heldur engin önnur ráð en að beita ofbeldi við ögun, í dag er svo margt annað "í boði". Margt mun áhrifameira (hlýðnilega séð).

  Þess má til gamans geta að fyrsta barnaverndarnefndin var stofnuð í BNA að fyrirmynd nýstofnaðra DÝRAverndunarsamtaka.
  Það var nokkrum árum áður en komið var með stúlkubarn illa til reika til DÝRAverndunarsamtakanna í leit að hjálp.

  SvaraEyða
 2. Sammála Huld,get ekki fundið neina hegðun barns sem verðskulda barsmíðar.
  Það væri hægt að fara með þessa pælingu þína lengra.
  Hvað með eiginkonu sem hefur hagað sér illa,má þá ekki lemja hana í síðuna?.
  Ofbeldi er aldrei gott og allra síst gagnvart börnum.....


  Sneiðin

  SvaraEyða
 3. Mér finnst ekki hægt að bera þetta saman Huld. Auðvitað er margt sem hefur breyst því fólk vissi ekki betur og það er bara gott. Svo er annað sem hefur breyst og þykir mér það furðulegt.

  Sem dæmi má nefna valtarann sem stóð í 30 ár í leikskólanum á Húsavík. Voru kynslóðir búnar að klifra í honum og leika sér á sínum fyrstu árum. Síðan rann upp sá dagur þar sem valtarinn þótti of hættulegur og var tekinn.

  Ég hef verið löðrungaður af kennara (ekki eftir að ég byrjaði í Háskólanum þó) og beittur ofbeldi. Án þess að vera sálfræðimenntaður þá tel ég að ég hafi bæði haft gott af því og átt það skilið. Hef líka verið rassskelltur og látinn bíta í sápu. Átti það örugglega skilið líka.

  Ef aðrar aðferðir duga ekki þá þykir mér þetta bara í góðu lagi.

  Ég get ekki tekið undir að það sé sambærilegt að berja konuna sína (þó svo að í þessum dómi hafi maðurinn bæði flengt drengina og konuna!).

  Ofbeldi er síðasta úrræðið. Ekki endilega gott en þegar önnur úrræði virka ekki getur þurft að beita því. Meir að segja Biblían er sammála því.

  SvaraEyða
 4. Þú segir að ofbeldi sé síðasta úrræðið.. var þessi kennari búinn að reyna eitthvað annað? Annað en missa sig algjörlega og láta gremjuna ná tökum á sér? Sem svo olli því að hann löðrungaði barn? Sem var ekki einu sinni hans eigið..

  Fólk vissi bara ekki betur. Það voru engin teymi komin í skólana, eða farið að taka á "erfiðum" málum (eins og þér Andri, á köflum ;).
  Þegar pabbi minn var í skóla var vinstri hendin bundin aftur fyrir bak, vegna þess að hann var örvhentur sem þótti fötlun. Hann hefur aldrei lært að skrifa svo það skiljist.. hvorki með hægri né vinstri.

  Í dag er þetta úrelt! Kannski gert einhvers staðar í miðausuturlöndum, á sama stað og flengingar þykja SJÁLFSAGT mál!!

  SvaraEyða
 5. PS. mér fannst hitt kommentakerfið betra.. =)

  SvaraEyða
 6. Ég man þetta nú ekki glöggt en mig grunar að kennarinn hafi reynt eitthvað annað fyrst, án þess að það hafi virkað. Er reyndar ekkert viss um að smá löðrungur hafi virkað neitt allt of vel heldur... Ég var bara ekki týpan sem tók svona of mikið inn á mig:)
  Hef líka heyrt sögur af því að ég hafi verið límdur niður í stól á leikskóla, ásamt góðum mönnum, þegar önnur úrræði brustu. Man þetta ekki sjálfur en ég gæti örugglega fengið sálfræðing til að aðstoða mig við að gerast fórnarlamb og rifja upp þessar sáru minningar!

  Þú mátt heldur ekki misskilja þetta þannig að ég sé haldinn einhverri fortíðarþrá, alls ekki. Það er margt sem tíðkaðist í gamla daga sem ég er ekkert hrifinn af. Heyrnarlausir voru til dæmis álitnir þroskaheftir! Ég er ekki hlynntur því.

  Ég er bara að tala um þenna tiltekna gjörning, að flengja óþæg börn, þegar önnur úrræði duga ekki. Mér þykir það í fínu lagi.

  P.s. ég breytti kommentakerfinu aftur fyrir þig:)Er svona aðeins að prufa mig áfram með hitt og þetta á blogginu.

  SvaraEyða
 7. Ég á erfitt með að gúddera þessi rök þín,ég sé t.d öngvan mun á því að refs barni með ofbeldi,eða ef eiginkona eða eininmaður refsar hinum aðilanum með smá "dangli".
  Þess vegna spyr ég þig Andri,í hvaða tilfellum á ofbeldi rétt á sér?.
  Koma of seint inn?.
  Klára ekki matinn?.
  Fá frekjukast vegna þess að foreldri bannar ákveðinn hlut?.
  Langar bara að fá að vita það.
  Held líka að viðhorf eins og þetta breytist þegar þú eignast barn.....

  Sneiðin

  SvaraEyða
 8. Ekki ætla ég að þykjast vera fróður um uppeldisaðferðir barna, en aftur á móti er ég sammála Andra í flestum tilfellum! Ég held að flenging skaði ekki neinn, aftur á móti er það nú bara þannig, rétt eins og andri kom inn á einhvern tíman fyrir löngu á þessu bloggi, að það er alltaf verið að búa til fórnarlömb, sem er náttúrulega alveg fáránlegt...ég segi því hiklaust:

  Það er í lagi að flengja krakka.

  SvaraEyða
 9. Er í flestum dráttum sammála þér Andri. Börn í dag eru ofvernduð. Vissulega er ekki allt gott sem var í "gamla daga" en samt sem áður ekki allt alslæmt.

  Huld bendir á að það hafa rannsóknir sýnt fram á skaðsemi þess að rassskella. Hafa verið gerðar einhverjar rannsóknir sem skoða hvort það hafi hjálpað mörgum? Ég held t.d. að ef Andri hefði ekki verið rassskelltur hefði nú orðið eitthvað annað úr honum!

  SvaraEyða
 10. Ég segi að það sé í lagi að rassskella krakka ef foreldrarnir telja það vera rétt. Hvort það dugi skal ég ekki segja. Held það geri það örugglega í mörgum tilfellum. Held líka að það sé eitthvað mjög óeðlilegt í gangi ef börn hljóta varanlegan andlega skaða af svoleiðis. Þá er það eitt og sér rannsóknarvert.


  Pálmar heldurðu að ég væri kannski ríkur forstjóri í einhverju fyrirtæki ef ég hefði ekki verið rassskelltur? Eða varstu að meina að ég væri kannski að skríða á botninum? :)

  SvaraEyða