06 ágúst 2008

Vörusvik?

Nú vill þannig til að ég er fatlaður í tánum eftir grófa fótboltatæklingu á árum áður. Var tæklaður niður aftanfrá og sleit liðband í stórutá á vinstri. Með tíð og tíma hefur stóratáin leitað meira og meira inn og nú er svo komið að núningur hennar og næstu táar* er farinn að valda mér óþægindum, komin hola inn í tánna og almenn leiðindi bara. Ég er því að vinna í að kaupa mér eitthvað  sem lágmarkar núninginn á milli tánna. Keypti einhverja hosu sem leit rosalega vel út á umbúðunum.

Svona líta umbúðirnar út. Sjáið hvernig hosan hylur alla tánna.


Svona lítur þetta út komið á tánna.

Nú velti ég því fyrir mér hvort ég sé með svona rosalega stóra tá eða hvort umbúðirnar eru að ýkja aðeins?** Btw þá eru allir brandarar um að ég sé með ljótar tær fyrirsjáanlegir:)


* Hvað heitir táin við hliðina á stórutá? Heita þessar þrjár tær í miðjunni virkilega ekkert?

** Við nánari athugun sé ég að umbúðirnar sýna hægri en ég nota þetta á vinstri. Efast samt um að það sé stórmál.

4 ummæli:

 1. Þær heita amk Index,Middle og Fourth toe á ensku
  Er það ekki bara vísi,miðju og fjórðatá á íslensku
  kv
  das

  SvaraEyða
 2. haha það er eins og þú hafir rekið tána í kleinudeig:)

  SvaraEyða
 3. Þú þarft að farað þinglýsa þessum tám...

  SvaraEyða