08 september 2008

Samanburður á menntun

Ljósmæður vilja leiðréttingu á launum sínum til samræmis við laun stétta með sambærilega menntun í þjónustu ríkisins.

Ljósmæður þiggja lægri laun í þjónustu ríkisins en allar aðrar háskólamenntaðar stéttir með sambærilega menntun.

Nú spyr ég hvaða stéttir eru með sambærilega menntun? Hvernig er sambærileg menntun metin?
Það hefur komið fram að nám ljósmæðra er 6 ár! Ég hef bara einu sinni verið viðstaddur fæðingu, það eru rúm 28 ár síðan og ég man mjög óljóst eftir því. En mig fýsir í að vita hvað ljósmæðurnar eru að læra í öll þessi ár?

2 ummæli:

  1. Arngrímur Vídalín8. september 2008 kl. 01:36

    Án þess ég leggi mat á aðra þætti málsins myndi ég telja að sambærilegt nám merki tímann sem námið tekur. Sem dæmi tekur fimm ár að öðlast sálfræðiréttindi, fjögur ár að verða kennari með sérgrein og svo mætti lengi telja.

    Í þessu tilfelli tekur þrjú ár að verða hjúkrunarfræðingur, sem er hreint ekkert slornám. Þar við bætast þrjú ár til að sérhæfa sig sem ljósmóðir. Hvað efni námsins snertir þori ég ekkert að fullyrða um.

    SvaraEyða
  2. Ljósmæðranámið er í raun 2 ára viðbótarnám við eitthvert hjúkku-nám ( hjúkrunnarfræðingur eða eitthvað).... það sem þeim finnst pirrandi er að eftir þessi 2 ár hafa þau ekkert hækkað í launum... eru jafnvel lærra borgaðar en sumar hjúkkur...

    SvaraEyða