23 september 2008

Skil þetta ekki alveg

Ég geri ráð fyrir því að flestir hafi séð Kompásþáttinn í gær. Fyrir mér snýst þetta ekki um að annar maðurinn sé drullusokkur og hinn fórnarlamb. Get ekki betur séð en að þetta snúist um hvor er meiri drullusokkur!

Núna kostar evran 139 krónur! Það er rosalega eðlilegt. Það er ekki langt síðan ég var að spreða evrum á Kanarí fyrir 75 krónur stykkið. Þetta var í desember 2005. Fór síðan til Tyrklands í apríl 2006. Stuttu fyrir ferðina kostaði evran 85 krónur. Við komum síðan til Tyrklands og vorum nánast innilokaðir á hótelinu fyrstu dagana með lítil sem engin samskipti við umheimin. Þegar kom að því að fara í bæinn og versla hafði evran tekið þennan líka fína kipp og var komin í 95 krónur!


Alveg sama um alla lýðskrumara og smjörklípuaðferðir. Ég vil bara fá stöðugan gjaldmiðil. Hann má heita hvað sem er bara ef ég get gengið að því vísu hvað hlutirnir kosta þegar ég fer til útlanda!

Nema hugsanlega að maður flytji hreinlega til útlanda og njóti þess að koma reglulega heim til Íslands og eyða peningum á ódýra Fróni !!!

2 ummæli:

  1. Evran kostar núna 136 krónur, þetta er allt á réttri leið...haha:)

    SvaraEyða
  2. Nálgast 150 kr. óðum! Ég ætti að koma í heimsókn núna, fæ ansi mikið fyrir Evruna mína :)

    SvaraEyða