28 september 2008

Til áréttingar

 Það fer óskaplega í taugarnar á mér hvað einfaldasta stærðfræði virðist vefjast fyrir fólki. Hvort sem fólk viti ekki betur eða hvort þetta sé hluti af sjálfsblekkingu veit ég ekki. Svo það sé alveg á hreinu þá er:
 • Tveir er tvöfalt meira en einn.

 • Þrír er helmingi meira en tveir.

 • Það er ekki algild regla að námunda upphæðir niður. Ef upphæð endar á 90kr. eða 990kr. námundar maður ekki niður heldur upp. Sbr. vara sem kostar 1.290 kostar ekki tólfhundruð heldur þrettánhundruð (tæplega ef fólk vill vera nákvæmt). Það sama gildir um sólarlandaferð sem er auglýst á 69.900 krónur. Maður segir ekki að hún kosti 60 þúsund (14% skekkja) maður segir frekar 70 þúsund (0,1% skekkja).

 • 50% afsláttur er EKKI það sama og tveir fyrir einn tilboð. Það sjá það allir að það er miklu betra að fá einn bjór á 350kr. en að borga 700kr. fyrir einn bjór og fá annan "frítt" með!

Það væri ágætt ef landsmenn allir myndu tileinka sér þetta og fara þannig með rétt mál.

3 ummæli:

 1. Getur verið að ég hafi átt að fá sneið af þessu Andri minn?
  haha
  Sneiðin

  SvaraEyða
 2. Hehe taki til sín sem eiga.
  Þetta er bara orðið svo algengt að maður verður að segja hingað og ekki lengra:)

  SvaraEyða