01 október 2008

Agnes Bragadóttir er óþolandi

Ég verð að viðurkenna það að það eru fáar manneskjur sem fara jafn mikið í taugarnar á mér og Agnes Bragadóttir blaðasnápur hjá Morgunblaðinu. Hún var í kvöld í Ísland í dag og fór mikinn eins og vanalega.

Það er ágætt að geta haft það í huga þegar maður les "fréttaskýringar" hennar (sem oft hafa reynst hið mesta bull og einungis sögur af götunni sem eiga sér ENGA stoð í raunveruleikanum) hversu helblá hún er. Hún er svo blá að maður þarf að lesa það sem hún skrifar með miklum fyrirvara. Það er ekkert flóknara en það að hún er ekki marktæk sem blaðamaður.

 
Þetta er ein fyrsta myndin sem kemur þegar maður 
leitar af Agnesi Bragadóttir á Google myndum!!!

5 ummæli:

 1. Maður verður nú að hafa í huga að Sigurður G. er nú ekki alveg hlutlaus heldur.

  Það er raunar forvitnilegt að hlusta á þessa stóru hluthafa Glitnis, sem n.b. samþykktu þennan gjörning aðfaranótt mánudags, vera að kvarta yfir honum núna eftirá. Þeir segja að þeir hafi ekki átt annarra kosta völ vegna þess að þá hefði gengið verið keyrt niður á markaði en það er nákvæmlega það sem hefur gerst með því að fá Ríkið/Seðlabankann þarna inn. Og hvers vegna fóru þeir í R/S ef aðrir möguleikar í stöðunni voru fyrir hendi - það er væntanlega algjör neyð fyrir stærsta hluthafa Glitnis, Jón Ásgeir, að fara til R/S (Sjálfstæðisflokkurinn og DO) og biðja um hjálp.

  Þetta er bara væl í þessum stærstu hluthöfum Glitnis og smærri hluthafar ættu að þakka stjórnvöldum fyrir að ekki fór verr og kenna stjórnendum bankans, sem m.a. er Sigurður G., um það hvernig fór fyrir hlutafé þeirra.

  SvaraEyða
 2. Er hún ekki alltaf íþví?
  Það hlýtur að vera
  Snæden

  SvaraEyða
 3. Munurinn á Sigurði G. og Agnesi er líka sá að Sigurður er lögmaður og er oftar en ekki að tala fyrir hönd skjólstæðinga. Ég er alls ekki á því að blaðamenn megi ekki hafa skoðanir, þeir hafa þær allir. Hins vegar hlýtur að vera ljóst að Agnes, svona helblá, er engan veginn hæf til að skrifa um svona mál. Hún er svo hlutdræg að það hálfa væri nóg.

  Ég hef ekki fullmótað mér skoðun á þessu máli öllu saman. Finnst enn þá vera nokkur vafaatriði sem gera þetta óljóst.
  Það er samt sem áður alveg ljóst að eftir að Glitnismenn leituðu til SÍ var ekki aftur snúið.
  Held það sé alveg ljóst að bankinn hefði farið í þrot strax á mánudeginum ef þeir hefðu ekki tekið þessu eina tilboði sem stóð til boða; allt annað tilboð en þeir óskuðu eftir í upphafi.

  Gefum okkur að hluthafar Glitnis hefðu ekki tekið þessu boði. Búið að boða til blaðamannafundar og bankanum ber að tilkynna að þeir hafi óskað eftir aðstoð SÍ - og ekki fengið. Það er morgunljóst að bankinn hefði farið í þrot.


  Ég er samt ekki að segja að það hefði verið betra að lána Glitni þennan pening sem þeir vildu fá. Það er í raun ómögulegt að segja hvernig markaðurinn hefði tekið því! Hugsanlega hefði samt orðið hrun sbr. Northern Rock (án þess að ég viti nákvæmlega hvort það séu alveg sambærileg dæmi).

  Hugsanlega hefði verið hægt að gera þetta svipað og gert var nema tryggja núverandi (þáverandi?) hluthöfum einhvern forkaupsrétt á ákveðnu gegni að ákveðnum tíma liðnum. Þannig hefði hugsanlega verið hægt að takmarka tjón hluthafa sem og bankans og þannig íslensks fjármálakerfis. Á hinn bóginn erum við þá að tala um að ríkið sé farið að ýta undir rassgatið á frjálsum fyrirtækjum sem lenda í vandræðum og það er ekki víst að við viljum það.

  Viljum við kannski að skattpeningar okkar fari í að redda stóru fyrirtækjunum þegar illa árar en ríku spaðarnir greiði sér hundruð og þúsund milljónir í allskonar greiðslur þegar vel árar?

  SvaraEyða
 4. Sælir...Mig fannst mjög leiðinlegt að hlusta á þessa konu, eins og meðleigjandi minn komst að orði: Vélbyssukjaftur :) svona án gríns, þá held ég að maður verði að taka öllu með fyrirvara það sem les eftir hana eftir þetta...alveg virkilega "Blá" kona... En hvað sé aftur á móti rétt í þessu öllu saman, það er ekki gott að segja, vissulega grátlegt að "tapa" 60 milljörðum á nokkrum klukkutímum, en samsæri? Ég verð nú draga það stórlega í efa að hatur eins manns sé svo yfirgengilegt að hann setur ísland nærrum því á hausinn, ég leyfist mér að efast um að Davíð sé svo hrikalega heimskur.

  SvaraEyða
 5. þessi kona er horbjóður..........

  SvaraEyða