24 október 2008

"Þetta reddast"

Það fara fáir frasar jafn mikið í taugarnar á mér þessa dagana og "þetta reddast" frasinn. Mikið af fólki sem þykir alveg óskaplega svalt að slengja þessu fram, helst í svolítið kæruleysislegum tón.

Hvað þýðir þetta samt? Hvenær reddast hlutirnir?

Auðvitað er nokkuð ljóst að þjóðin mun aftur ná sér á strik það er engin ástæða til að halda öðru fram. Spurningin er þá hvenær og hverju er fórna? Það munu þúsundir manna missa vinnuna - sjást væntanlega atvinnuleysistölur sem hafa ekki sést í tugi ára. Margir munu missa ALLT svo það er hreinlega undir stjórnvöldum komið hvort það fólk hafi skjól yfir höfuðið þegar er hætt að geta greitt afborganir. Það er ljóst að einhverjir landsmenn munu bugast og taka eigið líf. Fólk sem treystir sér ekki til að ganga í gegnum þessa niðursveiflu.

Það mun birta aftur til, það er alveg ljóst. Innan einhverra ára verða íslendingar aftur farnir að eyða um efni fram, leyfi ég mér að fullyrða. Það breytir ekki þeirri staðreynd að frasinn er innihaldslaus með öllu. Hverjum myndi detta í hug að segja við nauðgunarfórnarlamb "þetta reddast"?


Kannski er bara verið að vísa til þess að það sé alveg sama hversu slæmt ástandið sé, það geti alltaf versnað!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli