06 október 2008

Krónan endanlega ónýt?

Þegar þetta er skrifað virðast menn síður en svo sammála um hvað ein evra kostar margar krónur.

  • Glitnir, Landsbankinn og Kaupþing skrá allir krónuna á rúmar 171-173 krónur. 
  • Seðlabankinn skráir hana á tæpar 155 krónur.
  • XE skráir hana á 154 krónur
  • M5 segir 172 eins og  bankarnir
  • Forbes segir 235 krónur !!!
  • Bloomberg segir síðan 172 krónur
  • Síðast en ekki síst þá kostar ein evra 197 ISK hjá Kaupþing í NoregiEr ekki tækifæri til að fara í gjaldeyrisviðskipti og græða aðeins?

Annars er þetta merkilegt í ljósi þess að í Morgunblaðinu í dag er frétt sem gefur sterklega í skyn að VISA/Valitor sé með óhreint mjöl í pokahorninu því 11% munur var á skráðu gengi VISA og opinberu gengi Seðlabankans.

Er það rétt sem fleygt er á milli að það sé samráð um að skrá gengi krónunnar hærra en það er? Þ.e. að sýna hana sterkari en hún er í raun og veru.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli