27 október 2008

Skuldir Íslands í myndum

Íslenska ríkið þarf að taka lán upp á 6 milljarða dollara til að skeina þjóðinni. Til að setja þetta í samhengi rifja ég upp mynd/ir sem ég birti hérna fyrir einhverjum misserum en í öðru samhengi þó.

 
Hér sjáum við 900 milljón dollara í eins dollara seðlum. Þessi "bunki" er u.þ.b. 6 X 15 X 9,5 metrar. Til samanburðar er þarna maður sem samsvarar meðal hæð karlmanns í Bandaríkjunum (176cm c.a.) og WW Bjalla. Upphæðin sem ríkið er að fá að láni jafngildir næstum sjö svona stöflum! Ef þeim yrði staflað upp myndi "turninn" ná yfir 40 metra upp í loft.

Hérna er síðan stafli sem jafngildir 15 milljón milljörðum dollara í eins dollara seðlum. Lánið sem við erum að fá jafngildir 40% af öllum staflanum!

Heimildina má skoða hér í samhengi við kostnað Bandaríkjanna við stríðsbrölt í Írak.

1 ummæli: