15 október 2008

Villimenn í Háskólanum!

Var að koma heim úr skólanum eftir góða 14 tíma törn. Þegar ég ætlaði að hjóla af stað áðan tók ég eftir því að  eitthvað var ekki eins og það átti að vera. Við nánari eftirgrennslan sá ég að einhver drullusokkur hafði losað rærnar á framfelgunni! Ég get fullyrt með fullri vissu að einhver hafi losað þetta, frekar en að þetta hafi losnað af sjálfu sér, því ég hjólaði út í sjoppu í kvöldmatnum til að nærast og í leiðinni dældi ég lofti í dekkin á hjólinu sem voru orðin lin. Þá voru báðar felgurnar kirfilega fastar.

Maður hefur heyrt af svona gjörningum við grunnskóla og hugsanlega er hægt að fyrirgefa krökkum og unglingum fyrir svona heimsku því þau hafi ekki áttað sig á forheimskunni. En að einhver fullorðinn maður (eða kona til að gæta jafnræðis) á háskólaaldri skuli láta sér detta svona í hug! Þetta er stórhættulegt. Þetta er jafn heimskulegt og að skera á öryggisbelti í bíl þannig að ekki sjáist svo það sé öruggt að beltið geri ekkert gagn þegar á reynir.

Ég vona svo innilega að mannleysan sem átti við hjólið mitt hafi átt mikinn pening í sjóði 9.

9 ummæli:

 1. Þetta var Himmi, ég sá það.

  SvaraEyða
 2. Gæti verið. Kannski hann hafi ætlað að stela hjólinu (því hann var ekki á bíl!) og orðið svo svekktur þegar hann sá að hjólið var læst...

  SvaraEyða
 3. Ég á/átti helling af peningum í sjóði 9...en get fullvissað þig um að þetta var ekki ég. Ég nennti nefnilega ekki í skólann í gær.

  Ég ætla að skjóta á að Lassí hafi gert þetta!

  SvaraEyða
 4. Ég ætla að veðja á að þetta hafi verið einhvern í lagadeildinni. Ekki beint þekktir fyrir að kljúfa atómið dagsdaglega þar.

  SvaraEyða
 5. ég ætla líka að giska á hermann aðal... sé glottið á andlitinu á honum fyrir mér.

  SvaraEyða
 6. Jahh..

  Kannski voru þetta villingar á grunnskólaaldri að gera prakkarastrik á framandi grundu við Háskólann..
  Svona aðeins meira challenge heldur en við heimahagann í grunnskólanum..

  Pæl?!

  SvaraEyða
 7. Get fullyrt að það var enginn í lagadeildinni þar sem þar er jú ekkert nema rjómi stúdenta;)

  Er líka 100% rétt hjá Vigga að þar er ekki verið að kljúfa atómið dagsdaglega, held að það sé gert í raunvísindadeildinum.

  SvaraEyða
 8. Ég er hræddur um að það færi ekki framhjá okkur ef það væri verið að kljúfa atóm hinu megin við Suðurgötuna:)

  SvaraEyða
 9. Er ekki fínt að éta bara atóm?

  SvaraEyða