24 nóvember 2008

Af hverju er fólk svona vitlaust?

16 ára stúlka sem stóð inn í anddyri lögreglustövarinnar á Hverfisgötu síðastiliðinn laugardag, fékk piparúða í augun. Móðir hennar hefur komið fram í fjölmiðlum, DV og Vísir.is, og sagt frá því hvernig dóttir hennar dróst inn í anddyrið. Ásamt því hefur hún bloggað um þessa lífsreynslu.
Áður en lengra er haldið vil ég hafa ákveðna hluti á hreinu.
 • Ég er innilega hlynntur mótmælum af flestu tagi. 
 • Mér fannst fínt hjá Hauki að stöðva vinnu við Kárahnjúkavirkjun. 
 • Mér fannst einnig ekkert að því þegar hann flaggaði Bónusfánanum á Alþingishúsinu.
 • Mér fannst mjög gott að fólk skyldi fara og mótmæla fyrir utan lögreglustöðina. 
Svo ég nefni eitthvað.

Ég átta mig samt engan veginn á því hvað konan (sem auðvitað ver barnið sitt, annað væri fáránlegt) vildi að lögreglan gerði öðruvísi.
Það breytir engu þó handtaka Hauks hafi verið ólögleg og mannréttindabrot og það all. Fólk getur ekki ætlast til þess að lögreglan bregðist ekki við þegar hópur fólks brýtur sér leið inn á lögreglustöðina. Að mínu mati hefur sjaldan verið jafn mikil ástæða fyrir yfirvaldið til að beita piparúða og þarna. Mér fannst það óþarfi upp við Rauðavatn síðasta vor, en á laugardag var full ástæða til og rúmlega það.
Það má margt vont segja um Íslensku lögregluna, en það verður að segjast að á fáum stöðum finnst lögregla með jafn mikið umburðarlyndi og hér. Hvar annarstaðar í heiminum hefði lögreglan ekki verið löngu búin að bregðast við? Í mörgum löndum hefði þetta endað með blóðbaði. Hérna sprautaði lögreglan piparúða þegar hópurinn var við það að brjóta upp sínar aðrar dyr. Saklaus úði sem veldur sársauka til skamms tíma án nokkurra langtímaverkana og málið var dautt eftir það.

Það að lögreglan hafi ekki varað fólki við "gasi" finnst mér bara ekki skipta neinu andskotans máli! Þetta er lögreglustöð af öllum stöðum. Ef fólk heldur að það geti brotist inn á lögreglustöðina án nokkurra viðbragða þá þarf það að endurhugsa málið.

Auk þess þá fullyrði ég að það sé bara rangt að stelpan hafi "borist inn með þvögunni". Ég er búinn að sjá fjöldann allan af myndböndum og myndum frá staðnum og það hníga engin rök til þess að einhver hafi verið "óvart" í anddyrinu.

Ég dauðvorkenni stelpunni að hafa fengið þetta í augun 
því sárt er það. En þetta er eitthvað sem má vel búast við þegar
mótmælifara úr böndunum og fólk er statt í fremstu víglínu.

6 ummæli:

 1. HAHA...Því er fjarri lagi að ég vorkenni þessari stelpu, persónulega finnst mér þetta gott á hana. Mjög gott á hana, 16 ára stelpa á ekki að vera reyna brjóta upp dyr á lögreglustöð, djöfull ógeðslega er þetta gott á hana. Og móðir stúlkunar að koma fram í öllum fjölmiðlum landsins og væla út af þessu, þvílíkt djöfulsins fífl...

  SvaraEyða
 2. mitt álit er samt það að þessi Haukur er mesta fíflið á landinu í dag

  SvaraEyða
 3. Hverjum finnst sinn fugl fagur. Vandamál stúlkunar endurspeglast í vitfirringu móður hennar.

  Haukur vinur þinn er nú samt meiri endinn. Hins vegar var þessi handtaka ekki það gáfulegasta í stöðunni. Bæði framkvæmdin á henni, þar sem mistök eiga sér stað, og svo að þessi gæi fær að fíla sig sem einhvern píslarvott.

  Eigum við að mæta saman á mótmælin á laugardag?

  SvaraEyða
 4. Já ég held það sé ekki úr vegi að mæta þarna! Getum fengið okkur einn kaldan á Bjarna Fel á eftir:)

  SvaraEyða
 5. Stórbrotinn pistill!

  Ég er vel á eftir í bloggheimum. Ég veit það.

  SvaraEyða