02 nóvember 2008

Aukin þægindi

Ýmis smáatriði geta auðveldað manni lífið þegar tölvur eru annars vegar. Mér er einstaklega annt um að vinir og kunningjar, og þeir sem ramba inn á þessa síðu, njóti þeirra þæginda eru í boði út um allt og ætla því að benda á nokkra hluti sem einfalda tölvunotkun og vefnotkun. Sumt hefur birst áður á þessari síðu, annað ekki.

 • Fólk er alltaf að vinna meira og meira með myndir í tölvunni sinni. Það eiga flestir orðið stafrænar myndavélar og hlaða myndunum inn á tölvuna. Microsoft býður upp á smáforrit sem gerir manni kleift að minnka myndirnar, sem er þægilegt t.d. ef maður ætlar að senda þær í gegnum tölvupóst eða messenger eða ef maður ætlar að hlaða þeim upp t.d. á Facebook. Hérna má nálgast forritið sem er u.þ.b. hálft megabæt að stærð. Þegar það er búið að setja það inn er nóg að hægri smella á e-a mynd og velja "resize pictures", velja hvaða stærð maður vill og því næst OK. Þá kemur ný minnkuð mynd í sömu möppu og frumútgáfan er í.

 • Fyrir þá sem nota Firefox (sem ég mæli eindregið með eða Chrome frá Google) eru tvær viðbætur sem ég ætla að mæla með. Annars vegar er það íslensk leiðrétting, sem virkar þannig að eftir að hafa sett viðbótina inn í Firefox þá varar forritið mann við ef maður skrifar textann vitlaust með því að setja rauða línu undir orðið. Þetta er síður en svo fullkomið en er hjálplegt t.d. þegar um innsláttarvillur er að ræða. Vibótina má nálgast hérna. Nóg að velja "add to Firefox" hnappinn.

 • Síðari viðbótin fyrir Firefox er viðbót sem ég nota mjög mikið. Veit samt ekki hversu mikið fólk myndi nota þetta almennt - en það eru klárlega einhverjir þarna úti sem sjá nytsemi í þessu. Þetta er s.s. viðbót sem gerir manni kleift að opna netslóð, sem er bara texti, í nýjum "tab". Svo þetta sé skiljanlegra þá get ég bæði skrifað www.andriv.com  sem er netslóð en ekki linkur og hins vegar get ég skrifað www.andriv.com sem link og þá er nóg að smella á linkinn til að opna hann. Ég sé mjög reglulega svona slóðir sem ég þarf að gera copy/paste í nýjan glugga til að opna. Með þessari viðbót vel ég bara slóðina, hægri smelli og opna í nýjum glugga. Viðbótin er hérna.

4 ummæli:

 1. Mjög gott innlegg.

  Hvað með forrit til að minnka video á auðveldan hátt, lumarðu á slíku?

  SvaraEyða
 2. Það snýst eiginlega að mestu um hvernig skrá þú ert með og ætlar að minnka. Ég hef ekki fundið eitthvað eitt fullkomið forrit fyrir þetta allt saman en er með nokkur sem eru fín til síns brúks.
  Ef þú ert með rippaða DVD mynd sem þú vilt minnka eru sérstök forrit fyrir það til dæmis.
  Ef maður hleður inn sinni eigin video-upptöku þá er lang auðveldast, þegar maður er búinn að klippa til og græja að velja bara strax eitthvað format og gæði þannig að skráin verði ekki of stór.

  Þarf samt að fá nánari lýsingu á hvað það er sem þarf að gera til að geta svarað betur:)

  SvaraEyða
 3. Ég er aðallega að spá með video tekin á digital myndavél, avi format held ég. Þau verða alltaf svo helvíti stór, t.d. ef maður vill youtuba og svona.

  SvaraEyða
 4. Ég hef nú ekki þurft að kljást við þetta þannig að ég hef enga patent lausn þurft að finna. Mig grunar þó að það sé þægilegast að breyta formatinu með einhverju góðu convert forriti t.d. Xilisoft. Síðast þegar ég vissi var hægt að uploada flv formati inn á Youtube (sem er formatið sem öllum myndböndum er breytt í á Youtube). Það ætti að minnka skránna töluvert. Passa bara að minnka frame rate, resolution og bit rate.

  En eins og ég segi þá eru alveg til einhver forrit til að minnka video-skrár, hef bara ekki reynsluna af þeim.

  SvaraEyða