27 nóvember 2008

Frjálshyggjutittir

Fjórir laganemar úr HR sáu ástæðu til að skrifa grein í Morgunblaðið til að hallmæla Katrínu Oddsdóttur, einnig laganema við HR, vegna ræðu hennar á Austurvelli síðasta laugardag.

Ég nenni ekki að eyða mörgum orðum í þessa grein. Í mjög stuttu máli þá er greinin illa skrifuð og nálgunin ekki nógu góð.

Í aðeins lengra máli þá er greinin slök á marga vegu. Ég hefði "gúdderað" þessa grein ef markmið hennar hefði verið að segja að skoðun Katrínar væri ekki viðtekin skoðun nemenda lagadeildarinnar. Í fyrstu málsgreininni segir að ræða Katrínar eigi ekkert skylt við það sem kennt er við lagadeild HR. Restin af greininni fer í að segja að skoðanir Katrínar séu rangar!

Þessi málsgrein finnst mér mjög skemmtileg:
Katrín telur dómsmálaráðherra hafa brotið gegn tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrár með því fjalla um ummæli blaðakonu á borgarafundi. Ætla mætti að ekki þyrfti að útskýra fyrir fólki, að vangaveltur ráðherra um ummæli sem féllu á opinberum vettvangi,eru ekki brot gegn tjáningarfrelsi þess sem viðhafði ummælin. Blaðakonan góða, hafði enda fullt frelsi til að tjá sig og gerði það án þess að tilraun hafi verið gerð til að meina henni það. Ráðherra svaraði henni, enda er réttur hans til að tjá sig einnig verndaður af 73. grein stjórnarskrárinnar. Er ekki augljóst að hér hafa tveir einstaklingar nýtt sér tjáningarfrelsi sitt til jafns?
Fara rökin ekki heilan hring? Er ekki rökrétt niðurstaða að Katrín hafi einnig verið að notfæra sér tjáningarfrelsið skv. 73.gr.stjskr.? Sama hvort fólk hafi "rétt" eða "rangt" fyrir sér þá er öllum frjálst að tjá skoðanir sínar. Hvað sjá laganemarnir athugavert við að Katrín hafi tjáð sig?

Þá er niðurlagið líka mjög spes:
Við vonum að Katrín sjái sóma sinn í því að titla sig ekki laganema á opinberum vettvangi aftur, enda eiga útúrsnúningar hennar og valdaránshótanir ekkert skylt við þá lögfræði sem kennd er við lagadeild Háskólans í Reykjavík
Hún má s.s. ekki að mati fjórmenninganna kalla sig laganema, þrátt fyrir að vera skráður nemandi við lagadeild HR, af því hennar skoðanir samrýmast ekki skoðunum fjórmenninganna! Hvaða vitleysa!

Mér er ánægjulegt að geta þess að ég var ekki hrifinn að ræðu Katrínar s.l. laugardag. Fannst hún ekkert spes og var síður en svo sammála skoðunum hennar nema að litlu leyti. Hún tilheyrir líka hópi öfgafemínista, sem er hópur sem ég þoli illa sökum öfgakenndra skoðana, eins og aðra öfgahópa. Síðast en ekki síst hef ég lítið álit á manneskjunni eftir að hún stóð fyrir því að kæra Visa Ísland sökum þess að kvenfólk (og karlmenn vitanlega líka) kaupir sér klám á internetinu, greiðir fyrir með kreditkorti og Visa Ísland sér um innheimtuna eins og sjá má hérna.


Að lokum er gaman að benda á að með smá gúgli reyndist grunur minn réttur. Fjórmenningarnir kenna sig flestir (allir?) við frjálshyggju og sjálfstæðisflokk. Merkilegt hvað frjálshyggjumenn sjá alltaf hlutina frá skrítnu sjónarhorni! Af hverju þurfa frjálshyggjumenn, af öllu fólki, að vera fremstir í flokki við að gagnrýna að fólk hafi ekki sömu skoðanir og þeir? Í eðlilegri frjálshyggju væri ekkert sjálfsagðara en að fólk hefði sínar eigin skoðanir og fullt frelsi til að tjá þær skoðanir. En, eins og flestir vita, eru flestir þeir sem kalla sig frjálshyggjumenn á Íslandi og kenna sig við frjálshyggju, síður en svo frjálshyggjumenn. Þeir eru eitthvað allt annað.

P.s. Katrín dúxaði síðasta vor við lagadeild HR. Getur verið að fjórmenningarnir skilji lögin bara ekki jafn vel og Katrín?


Kv. Andri Valur 1/3 laganemi við HÍ 

2 ummæli:

 1. Þetta er útkoman þegar rökrætt er frá sjónarhorni tveggja öfgahópa. Öfgafrjálshyggju-ungra heimdallarskoðanir eru lítið skárri og skemmtilegri en skoðanir feminasista eins og Katrínar Oddsdóttur. Miðað við að þeir 4 og hún eru að orðhöggvast eru ekki nokkrar líkur á því að samansullið verði gáfuleg.

  Hins vegar hef ég ekki kynnt mér þetta mál alveg fullkomlega en við fyrstu sýnist mér sem fjórmenningarnir skilji lögin alveg jafn vel og Katrín eða öllu heldur jafn illa.

  SvaraEyða
 2. Sammála þér Andri að þessi ræða var nú ekki upp á margar grásleppur eins og Mari Geirs myndi orða það svo ekki sé talað um ræðu Silju Báru í Háskólabíóinu um daginn. En hún var skelfileg.
  Það er mér líka óskiljanlegt að mótmælendur sem eru að brjótast inn í lögreglustöð skuli standa í þessu væli.

  Í dag eru kjöraðstæður fyrir athyglissjúka stóra sem smáa.

  kv. BQ

  SvaraEyða