11 nóvember 2008

Valgerður hagnast á heimsku Bjarna

Bjarni Harðar er alls ekki nógu vel gefinn til að vera þingmaður. Mér hefur verið það ljóst lengi. Hann er hreinlega of vitlaus til þess. Stendur sig eflaust vel sem bóksali fyrir sunnan fjall, en á Alþingi á hann ekkert erindi. Það er líka sorglegt að fylgjast með flóninu reyna að ljúga sig út úr eigin heimsku sbr. til dæmis hér og hér.

Þetta var það allra besta sem gat komið fyrir Valgerði. Í stað þess að umræðan beinist að hennar afglöpum í starfi viðskiptaráðherra, sem voru mikil og mörg, þá snýst umræðan um hvað Bjarni Harðar sé vitlaus.

Auðvitað á Bjarni að segja af sér sem alþingismaður. Fyrir því eru margar ástæður, það dugar í sjálfu sér að lesa bloggið hans. Valgerður vinkona hans á líka að segja af sér, fyrir því eru jafnvel fleiri ástæður. Þá eru eftir 61 alþingismaður. Þeir mega nánast allir með tölu láta sig hverfa.

Ég endurtek að það er gríðar mikilvægt að nýta tækifærið og boða til kosninga um leið og færi gefst. Það tækifæri ættu Íslendingar að nýta til að endurskipulega svo gott sem allt stjórnkerfið. Byrjunin er að "núllstilla" Alþingi.

3 ummæli:

 1. Bjarni má þó eiga það að hann fór hrós fyrir að taka afleiðingum gjörða sinna. Hann fór fram úr sjálfum sér og axlar ábyrgð.
  Nú eru 62 þingmenn eftir.

  SvaraEyða
 2. Menn tala alltaf um að nú séu 62 þingmenn eftir. Ef þingmaður segir af sér kemur varamaðurinn hans væntanlega inn á þing fyrir hönd flokksins.

  Eiga þá allir að segja af sér og fá þá varamennina inn?

  Er ekki alveg að fatta hvað menn eru að meina með þessu að segja alltaf að það séu 62.eftir.

  SvaraEyða
 3. Eru menn ekki bara að gefa í skyn að það komi "óspilltur" eða í það minnsta minna spilltur þingmaður inn sem varaformaður? Þ.e. fólk sem hefur ekki "smitast" af Alþingi!

  Annars vísa ég bara til fyrri færslu þar sem ég sagði að það þyrfti að henda ÖLLUM út og fá inn nýtt fólk sem hefur ekki smitast af alþingisstörfum. Svo má væntanlega deila um hvað menn hafa þurft að vera fjarri Alþingi til að smitast ekki, hvort t.d. eitt skipti eða tvö dugi til að vera smitaður.

  pointið er bara að fá inn nýtt fólk og helst nýja flokka líka. Þegar uppi er staðið þá á þetta ekkert skilt með hópíþróttum eins og BJJ vildi meina (minnir að það hafi verið hann - biðst forláts ef það var e-r annars sem sagði það)

  SvaraEyða